Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 13:35 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira