Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2025 15:09 Ormurinn langi var gerður út frá Patreksfirði. Björgunarbátur á strandveiðibátnum sem sökk úti fyrir Patreksfirði á mánudag blés ekki út. Von er á flakinu til Reykjavíkur um helgina. Auk skipstjórans hundur hans um borð og hefur ekki fundist. Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent