„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 15:31 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið. Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“ Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“
Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira