Íslenski boltinn

Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Gunnar Sigurðsson og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal skoruðu mörk Þróttar á lokamínútum leiksins.
Jakob Gunnar Sigurðsson og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal skoruðu mörk Þróttar á lokamínútum leiksins. @throttur

Þróttur sótti þrjú stig til Akureyrar í kvöld þegar liðið vann 2-1 endurkomusigur á Þórsurum í Lengjudeild karla í fótbolta.

Þórsarar áttu möguleika á því að vinna þriðja leikinn sinn í röð og þeir komust líka yfir snemma í seinni hálfleik.

Þeir héldu þeirri forystu allt þar til fjórar mínútur voru til leiksloka.

Rafael Victor kom Þór í 1-0 á 52. mínútu.

Varamaðurinn Jakob Gunnar Sigurðsson jafnaði metin á 86. mínútu og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal skoraði sigurmarkið á annarri mínútu í uppbótatíma.

Þróttur komst upp fyrir Þór og í fjórða sætið með þessum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×