Innlent

Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dag­skrá í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Engar fregnir hafa borist af þinglokaviðræðum.
Engar fregnir hafa borist af þinglokaviðræðum.

Formenn þingflokkanna á Alþingi sátu við samningaborðið fram á nótt til þess að reyna að komast að samkomulagi um lok þingstarfa fyrir sumarfrí.

Umræðu um breytingar á veiðigjöldum var fram haldið í gærkvöldi en hlé var gert á umræðunni um klukkan tíu til þess að hægt yrði að funda. Þingfundi var svo á endanum slitið á miðnætti. 

Ekkert hefur frést af fundahöldum þingflokksformannanna og því óljóst hvort einhver árangur hafi orðið. 

Þingfundur hefst að nýju klukkan tíu í dag og þar vekur athygli að veiðigjöldin eru ekki á dagskrá, aldrei þessu vant. Þar verða fjáraukalög fyrst tekin fyrir og svo verða óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×