Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 4. júlí 2025 08:31 Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun The Thing og Íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun