Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 13:16 Löngu innköstin hennar Sveindísar eru vopn sem Svisslendingar eru mjög meðvitaðir um. vísir/Anton Þjálfarinn margreyndi Pia Sundhage, sem stýrir Sviss, er ekki í vafa um hvað sé lykilatriðið í því að vinna Ísland í stórleiknum á EM í fótbolta í kvöld. Þess vegna lét hún meðal annars leikmenn sína æfa það að verjast löngum innköstum Sveindísar Jane Jónsdóttur síðustu dag. Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira