Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2025 08:00 Trump og Musk hafa eldað saman grátt silfur um nokkurt skeið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu. Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira