Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 12:33 Alexandra Jóhannsdóttir gat rætt við sitt fólk eftir tapið í Bern í gær og fór svo í sudoku til að reyna að dreifa huganum. vísir/Anton „Við sem erum að spila erum manna svekktastar,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir sem hefur meðal annars nýtt sudoku-þrautir til að hætta að hugsa um þá sáru niðurstöðu að Ísland fari ekki lengra á EM í fótbolta. Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira