Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. júlí 2025 13:38 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Margir keppendur sem tóku þátt í þríþraut við Laugarvatn á laugardag fengu í magann að keppninni lokinni. Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu. Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu.
Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira