Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 08:02 Íslenska landsliðið á þessu EM og landsliðkonurnar Elísa Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Sigurwin á EM í Svíþjóð 2013. Getty/Florencia Tan Jun/óskarój/KSÍ 17. júlí 2013 er merkilegur dagur fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Þetta er dagurinn sem íslenska landsliðið fagnaði síðast sigri á stórmóti. Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira