Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 22:59 Sverrir Páll Einarsson er formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, sem stendur að baki vefsíðunni. Vísir/Málþóf.is Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur hleypt af stokkunum vefsíðunni Málþóf.is, þar sem finna má samantekt á tölfræði tengda yfirstandandi málþófi vegna veiðigjaldafrumvarpsins. Formaður Uppreisnar segir Íslandsmetið í málþófi innan seilingar. „Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
„Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira