Innlent

Lög­reglan lýsir eftir Hebu Ýr

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
image

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hebu Ýr Pálsdóttur Hillers, 33 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar á miðborgarsvæðinu á laugardag.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglu. Heba er 163 sentímetrar á hæð, grannvaxin og með brúnleitt, sítt hár. Hún er klædd í svarta úlpu, gráa peysu, dökkmynstraðar leggings og svarta Nike skó.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Hebu, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru beðin að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×