Fótbolti

„Langaði virki­lega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir fylgist með leiknum á hliðarlínunni í Thun í gær.
Elísabet Gunnarsdóttir fylgist með leiknum á hliðarlínunni í Thun í gær. Getty/Isosport

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Belgíu, var ánægð með sína konur þrátt fyrir 6-2 tap á móti heimsmeisturum Spánverja á Evrópumótinu í Sviss í gær. Jafntefli í hinum leik riðilsins þýðir að belgíska liðið er úr leik fyrir lokaumferðina alveg eins og íslensku stelpurnar.

Íslenski þjálfarinn kom sér í fréttirnar fyrir ummæli sín að það að hún hafa vilja fara að gráta eftir leikinn.

„Ég er virkilega stolt af mínu liði af því að ég er hundrað prósent viss um að þær höfðu þessa trú sem ég var leita af,“ sagði Elísabet á blaðamannafundi eftir leikinn

„Ef ég segi samt alveg eins og er. Mig langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa eftir leikinn,“ sagði Elísabet. Það var vissulega svekkjandi að horfa upp á slíkar lokatölur eftir að þær belgískur voru svo lengi inn í leiknum.

„Þetta var mjög erfitt tilfinningalega af því að ég trúði virkilega á það sem við vorum að gera og ég elskaði það að sjá mína leikmenn gefa allt sitt í þennan leik. Mér finnst við sannarlega gefa þeim leik í að minnsta kosti sextíu mínútur,“ sagði Elísabet.

„Spánn er með mjög gott lið og eru mun skilvirkari en á síðasta ári. Þær taka góðar ákvarðanir í kringum teiginn. Ef þú gefur þeim smá pláss til að skjóta eða gefa góða sendingu, þá nýta þær sér það,“ sagði Elísabet.

„Þær skilja leikinn á allt öðru stigi en margir aðrir leikmenn á þessu móti. Margar þeirra eru líka að spila saman með félagsliði,“ sagði Elísabet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×