Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 9. júlí 2025 08:02 Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Héðinn Kristjánsson Sósíalistaflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun