Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir og Helga Sigrún Harðardóttir skrifa 9. júlí 2025 07:01 Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma. Þetta samsvarar hreinni aukningu um 78 milljónir starfa (um 2% af heildarstörfum) ef spár ganga eftir. Slík umbylting kallar á gagngera endurskoðun á vinnumarkaði og menntun; raunar gera atvinnurekendur ráð fyrir að um 39% af helstu hæfniþáttum starfsmanna þurfi að breytast fram til ársins 2030. Þetta útheimtir markvissa endurmenntun og uppbyggingu nýrrar hæfni svo ekki myndist gjá milli þess sem tæknin krefst og þess sem mannauðurinn hefur fram að færa. Með hraðri innreið gervigreindar vaknar svo samhliða því þörf fyrir skýran ramma og samræmdar leikreglur. Stöðlun skiptir lykilmáli til að tryggja samræmi, öryggi og traust í notkun gervigreindarkerfa. Þekking á stöðlum er eitt af því sem þarf að fræða og mennta aðila vinnumarkaðarins um. Brýn þörf er fyrir styrka stjórnun og skorður við hönnun og þróun gervigreindarkerfa og -lausna til að tryggja öryggi okkar og grundvallar réttindi. Evrópusambandið hefur þegar reist fjölda girðinga með gervigreindarlögunum (EU AI Act) sem tóku gildi 2024. Megininntak þeirra er að skýrar reglur, samhæfðir staðlar og varnaglar í kringum gervigreind eru forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir geti notið þess besta sem tæknin býður án þess að eitthvað fari úrskeiðis eða valdi hættu. Evrópusambandið hefur nýtt stöðlun talsvert í gegnum tíðina með góðum árangri, til að útfæra tæknilegar kröfur löggjafar og segja til um hvernig hlutir skulu hannaðir, framleiddir, prófaðir og hvernig þeir eiga að virka. Fyrst og fremst hefur það átt við um áþreifanlega hluti eins og leikföng, lækningatæki og byggingarvörur til að tryggja öryggi fólks, heilsu- og umhverfisvernd auk gæða og virkni. Nú er hins vegar búið er að setja í gang umfangsmikla stöðlun sem á að segja til um útfærslur gervigreindarlaganna til að auðvelda hönnuðum og þróunaraðilum að búa til gervigreindarkerfi sem tryggja öryggi okkar og koma í veg fyrir slys, mismunun, falsfréttir og rangar ákvarðanir og tryggja persónuvernd og ábyrgð þeirra sem hanna slík kerfi. Löggjöfin hefur þegar tekið gildi í Evrópu þó gildistöku nokkurra ákvæða hafi verið frestað til 2025 og 2026, Löggjöfin snýst í grunninn um að meta áhættur, forgangsraða þeim og bregðast við þeim með viðeigandi hætti. Áhættu sem metin er óásættanleg þarf að útrýma. Þar er átt við t.d. sjálfvirka líffræðilega auðkenningu og flokkun fólks, andlitsgreiningu á almannafæri og verkfæri sem leitt geta til stjórnunar eða blekkingar viðkvæmra hópa s.s. raddstýrð leikföng barna. Kerfi sem teljast með háa áhættu s.s. greiningarkerfi í heilbrigðisþjónustu, öryggiskerfi í iðnaði og flugi, gervigreind sem notuð er af stjórnvöldum til ákvarðanatöku eða hefur áhrif á lífsviðurværi fólks, þurfa að uppfylla strangar kröfur. Slíkum kerfum þarf að gæða- og áhættustýra og gerð er krafa um mannlega yfirumsjón þar sem hægt er að grípa inn í og stöðva kerfi hvenær sem er. Notendur slíkra kerfa verða líka að skilja þau og mata þau á gögnum sem eru laus við hlutdrægni eða skekkju sem valdið getur mismunun. Þá þarf að merkja sérstaklega og veita upplýsingar um kerfi með takmarkaðri áhættu, s.s. að merkja myndefni og deep-fake efni sem slíkt og fólk þarf að vita þegar það er í samskiptum við spjallmenni en ekki lifandi fólk. Allt ofangreint eru kröfur sem gerðar eru til hönnuða og þróunaraðila gervigreindarkerfa og -lausna í Evrópu og verða innleiddar á Íslandi innan tíðar. Kröfurnar eru settar og útfærðar með samhæfðum stöðlum til að tryggja að framleiðendur og þróunaraðilar, dreifendur gervigreindarkerfa og notendur þeirra fylgi ströngum reglum með einsleitum hætti en reglunum er ætlað að vernda almenning, velferðar- og lýðræðissamfélög. Íslensk fyrirtæki og atvinnulíf munu þurfa að fylgja þessari þróun og aðlaga sig að þeirri stöðlun og gæðamerkingum sem eru framundan. Sömu öryggis- og gæðaviðmið munu þá gilda hér og í öðrum Evrópulöndum. Þetta mun auka öryggi notenda og býður íslenskum fyrirtækjum að keppa á jöfnum grundvelli. Jafnframt getur þetta kallað á gagngerar breytingar á mörgum ferlum og hæfniskröfum hérlendis – til dæmis þarf að mennta starfsfólk til að nota gervigreindartækni á ábyrgan hátt og laga stjórnkerfi fyrirtækja að nýjum veruleika. Ábyrg notkun gervigreindar krefst þess að fyrir hendi séu traustir staðlar og skýrar leikreglur. Jafnframt verður atvinnulífið að laga sig að þessum nýju kröfum og tækifærum sem gervigreindin felur í sér, þar sem bæði samkeppnishæfni og öryggi eru í húfi. Þegar upp er staðið er ljóst að ábyrg notkun gervigreindar krefst bæði öflugrar stöðlunar og gagngerrar aðlögunar atvinnulífsins að nýjum leikreglum. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á Bifröst. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Gervigreind Tækni Evrópusambandið Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma. Þetta samsvarar hreinni aukningu um 78 milljónir starfa (um 2% af heildarstörfum) ef spár ganga eftir. Slík umbylting kallar á gagngera endurskoðun á vinnumarkaði og menntun; raunar gera atvinnurekendur ráð fyrir að um 39% af helstu hæfniþáttum starfsmanna þurfi að breytast fram til ársins 2030. Þetta útheimtir markvissa endurmenntun og uppbyggingu nýrrar hæfni svo ekki myndist gjá milli þess sem tæknin krefst og þess sem mannauðurinn hefur fram að færa. Með hraðri innreið gervigreindar vaknar svo samhliða því þörf fyrir skýran ramma og samræmdar leikreglur. Stöðlun skiptir lykilmáli til að tryggja samræmi, öryggi og traust í notkun gervigreindarkerfa. Þekking á stöðlum er eitt af því sem þarf að fræða og mennta aðila vinnumarkaðarins um. Brýn þörf er fyrir styrka stjórnun og skorður við hönnun og þróun gervigreindarkerfa og -lausna til að tryggja öryggi okkar og grundvallar réttindi. Evrópusambandið hefur þegar reist fjölda girðinga með gervigreindarlögunum (EU AI Act) sem tóku gildi 2024. Megininntak þeirra er að skýrar reglur, samhæfðir staðlar og varnaglar í kringum gervigreind eru forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir geti notið þess besta sem tæknin býður án þess að eitthvað fari úrskeiðis eða valdi hættu. Evrópusambandið hefur nýtt stöðlun talsvert í gegnum tíðina með góðum árangri, til að útfæra tæknilegar kröfur löggjafar og segja til um hvernig hlutir skulu hannaðir, framleiddir, prófaðir og hvernig þeir eiga að virka. Fyrst og fremst hefur það átt við um áþreifanlega hluti eins og leikföng, lækningatæki og byggingarvörur til að tryggja öryggi fólks, heilsu- og umhverfisvernd auk gæða og virkni. Nú er hins vegar búið er að setja í gang umfangsmikla stöðlun sem á að segja til um útfærslur gervigreindarlaganna til að auðvelda hönnuðum og þróunaraðilum að búa til gervigreindarkerfi sem tryggja öryggi okkar og koma í veg fyrir slys, mismunun, falsfréttir og rangar ákvarðanir og tryggja persónuvernd og ábyrgð þeirra sem hanna slík kerfi. Löggjöfin hefur þegar tekið gildi í Evrópu þó gildistöku nokkurra ákvæða hafi verið frestað til 2025 og 2026, Löggjöfin snýst í grunninn um að meta áhættur, forgangsraða þeim og bregðast við þeim með viðeigandi hætti. Áhættu sem metin er óásættanleg þarf að útrýma. Þar er átt við t.d. sjálfvirka líffræðilega auðkenningu og flokkun fólks, andlitsgreiningu á almannafæri og verkfæri sem leitt geta til stjórnunar eða blekkingar viðkvæmra hópa s.s. raddstýrð leikföng barna. Kerfi sem teljast með háa áhættu s.s. greiningarkerfi í heilbrigðisþjónustu, öryggiskerfi í iðnaði og flugi, gervigreind sem notuð er af stjórnvöldum til ákvarðanatöku eða hefur áhrif á lífsviðurværi fólks, þurfa að uppfylla strangar kröfur. Slíkum kerfum þarf að gæða- og áhættustýra og gerð er krafa um mannlega yfirumsjón þar sem hægt er að grípa inn í og stöðva kerfi hvenær sem er. Notendur slíkra kerfa verða líka að skilja þau og mata þau á gögnum sem eru laus við hlutdrægni eða skekkju sem valdið getur mismunun. Þá þarf að merkja sérstaklega og veita upplýsingar um kerfi með takmarkaðri áhættu, s.s. að merkja myndefni og deep-fake efni sem slíkt og fólk þarf að vita þegar það er í samskiptum við spjallmenni en ekki lifandi fólk. Allt ofangreint eru kröfur sem gerðar eru til hönnuða og þróunaraðila gervigreindarkerfa og -lausna í Evrópu og verða innleiddar á Íslandi innan tíðar. Kröfurnar eru settar og útfærðar með samhæfðum stöðlum til að tryggja að framleiðendur og þróunaraðilar, dreifendur gervigreindarkerfa og notendur þeirra fylgi ströngum reglum með einsleitum hætti en reglunum er ætlað að vernda almenning, velferðar- og lýðræðissamfélög. Íslensk fyrirtæki og atvinnulíf munu þurfa að fylgja þessari þróun og aðlaga sig að þeirri stöðlun og gæðamerkingum sem eru framundan. Sömu öryggis- og gæðaviðmið munu þá gilda hér og í öðrum Evrópulöndum. Þetta mun auka öryggi notenda og býður íslenskum fyrirtækjum að keppa á jöfnum grundvelli. Jafnframt getur þetta kallað á gagngerar breytingar á mörgum ferlum og hæfniskröfum hérlendis – til dæmis þarf að mennta starfsfólk til að nota gervigreindartækni á ábyrgan hátt og laga stjórnkerfi fyrirtækja að nýjum veruleika. Ábyrg notkun gervigreindar krefst þess að fyrir hendi séu traustir staðlar og skýrar leikreglur. Jafnframt verður atvinnulífið að laga sig að þessum nýju kröfum og tækifærum sem gervigreindin felur í sér, þar sem bæði samkeppnishæfni og öryggi eru í húfi. Þegar upp er staðið er ljóst að ábyrg notkun gervigreindar krefst bæði öflugrar stöðlunar og gagngerrar aðlögunar atvinnulífsins að nýjum leikreglum. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á Bifröst. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar