Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 10. júlí 2025 07:03 Nú liggja fyrir áform frá heilbrigðisráðherra sem munu skerða verulega valfrelsi neytenda þegar kemur að nikótínvörum. Nái þau fram að ganga verða nikótín- og tóbaksvörur færðar undir eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Samkvæmt áformunum mun sú heildarlöggjöf leiða til þess að takmarkanir verða settar á bragðefni sem talin eru höfða til barna auk þess sem netsala með nikótínvörur verður bönnuð. Áform ráðherra hefðu neikvæð áhrif á valfrelsi fjölda neytenda á sama tíma og óljóst er hvort þau nái því markmiði að takmarka neyslu. Nikótín og tóbak sitthvor hluturinn Einkennilegt er að fella nikótínvörur, sem ekki innihalda tóbak, undir sömu löggjöf og hefðbundnar tóbaksvörur. Nikótínvörur eru skaðminni en tóbaksvörur og fjöldi fólks hefur nýtt sér þær til að hætta að reykja eða neyta annara tegunda tóbaks. Löggjöfin ætti að endurspegla að nikótínvörur eru skaðminni valkostur, en ekki leggja þær að jöfnu við tóbaksvörur. Þannig er tryggt að til staðar sé hvati fyrir einstaklinga að kjósa skaðminni valkost en hefðbundna tóbaksvöru. Núverandi áform taka aftur móti ekki mið af þessum sjónarmiðum. Hvaða bragðefni höfða til barna? Óljóst er af áformum ráðherra hvaða bragðefni eru talin höfða sérstaklega til barna og hvergi er það skýrt nánar. Neytendur nikótínvara eru því í óvissu um hvort fyrirhugaðar takmarkanir nái til þeirra vara sem þeir kjósa að neyta eða ekki. Af áformunum virðist einnig sem nikótínlyf megi áfram vera seld með bragðefnum sem ráðherra gæti talið að höfði til barna. Samkvæmt áformunum gæti nikótíntyggjó með ávaxtabragði þannig áfram hlotið náð í augum ráðherra en nikótínpúði með sama bragði verið bannaður. Þá verður það að teljast sérstakt að ráðherrann telji nauðsynlegt að takmarka sérstaklega aðgengi að bragðefnum sem hann telur höfða til barna, í ljósi þess að sala á nikótínvörum til barna er nú þegar ólögleg. Netverslunarbann óráðlegt Loks má finna í áformunum bann við netverslun með nikótínvörur. Slíkt bann fæli í sér umtalsvert inngrip í verslunarfrelsi þar sem að um væri að ræða bann á lögmæt viðskipti með löglegar vörur. Bannið myndi þó ekki ná til netverslana utan Íslands, svo neytendur á Íslandi gætu enn keypt nikótínvörur með löglegum brögðum frá erlendum netverslunum og fengið afhentar á Íslandi. Reynslan af netsölu með áfengi sýnir að séríslenskt bann þýðir einfaldlega að erlendir netsöluaðilar taka yfir slíka þjónustu á kostnað þeirra innlendu. Netverslunarbannið væri því fyrst og fremst til þess fallið að veikja samkeppnisstöðu innlendra söluaðila gagnvart þeim erlendu og takmarka frelsi einstaklinga til að eiga í viðskiptum með þeim hætti sem þeir kjósa. Notum aðferðir sem virka Sé markmið heilbrigðisráðherra að draga úr neyslu á nikótínvörum ætti hann að líta til þess árangurs sem náðst hefur í að draga úr tóbaksneyslu hér á landi. Sá árangur náðist einna helst með aukinni fræðslu, þar sem áhersla var lögð á að upplýsa einstaklinga um skaðleg áhrif tóbaks, en nikótínvörur og nikótínlyf eiga einnig stóran þátt í þeim árangri. Undirritaður hvetur heilbrigðisráðherra til að taka áformin til endurskoðunar og hverfa af braut boða og banna, sérstaklega þar sem um er að ræða tilviljanakennd og marklaus bönn. Fræðsla og upplýsing eru líklegri til að stuðla að auknu heilbrigði þjóðarinnar. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir áform frá heilbrigðisráðherra sem munu skerða verulega valfrelsi neytenda þegar kemur að nikótínvörum. Nái þau fram að ganga verða nikótín- og tóbaksvörur færðar undir eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Samkvæmt áformunum mun sú heildarlöggjöf leiða til þess að takmarkanir verða settar á bragðefni sem talin eru höfða til barna auk þess sem netsala með nikótínvörur verður bönnuð. Áform ráðherra hefðu neikvæð áhrif á valfrelsi fjölda neytenda á sama tíma og óljóst er hvort þau nái því markmiði að takmarka neyslu. Nikótín og tóbak sitthvor hluturinn Einkennilegt er að fella nikótínvörur, sem ekki innihalda tóbak, undir sömu löggjöf og hefðbundnar tóbaksvörur. Nikótínvörur eru skaðminni en tóbaksvörur og fjöldi fólks hefur nýtt sér þær til að hætta að reykja eða neyta annara tegunda tóbaks. Löggjöfin ætti að endurspegla að nikótínvörur eru skaðminni valkostur, en ekki leggja þær að jöfnu við tóbaksvörur. Þannig er tryggt að til staðar sé hvati fyrir einstaklinga að kjósa skaðminni valkost en hefðbundna tóbaksvöru. Núverandi áform taka aftur móti ekki mið af þessum sjónarmiðum. Hvaða bragðefni höfða til barna? Óljóst er af áformum ráðherra hvaða bragðefni eru talin höfða sérstaklega til barna og hvergi er það skýrt nánar. Neytendur nikótínvara eru því í óvissu um hvort fyrirhugaðar takmarkanir nái til þeirra vara sem þeir kjósa að neyta eða ekki. Af áformunum virðist einnig sem nikótínlyf megi áfram vera seld með bragðefnum sem ráðherra gæti talið að höfði til barna. Samkvæmt áformunum gæti nikótíntyggjó með ávaxtabragði þannig áfram hlotið náð í augum ráðherra en nikótínpúði með sama bragði verið bannaður. Þá verður það að teljast sérstakt að ráðherrann telji nauðsynlegt að takmarka sérstaklega aðgengi að bragðefnum sem hann telur höfða til barna, í ljósi þess að sala á nikótínvörum til barna er nú þegar ólögleg. Netverslunarbann óráðlegt Loks má finna í áformunum bann við netverslun með nikótínvörur. Slíkt bann fæli í sér umtalsvert inngrip í verslunarfrelsi þar sem að um væri að ræða bann á lögmæt viðskipti með löglegar vörur. Bannið myndi þó ekki ná til netverslana utan Íslands, svo neytendur á Íslandi gætu enn keypt nikótínvörur með löglegum brögðum frá erlendum netverslunum og fengið afhentar á Íslandi. Reynslan af netsölu með áfengi sýnir að séríslenskt bann þýðir einfaldlega að erlendir netsöluaðilar taka yfir slíka þjónustu á kostnað þeirra innlendu. Netverslunarbannið væri því fyrst og fremst til þess fallið að veikja samkeppnisstöðu innlendra söluaðila gagnvart þeim erlendu og takmarka frelsi einstaklinga til að eiga í viðskiptum með þeim hætti sem þeir kjósa. Notum aðferðir sem virka Sé markmið heilbrigðisráðherra að draga úr neyslu á nikótínvörum ætti hann að líta til þess árangurs sem náðst hefur í að draga úr tóbaksneyslu hér á landi. Sá árangur náðist einna helst með aukinni fræðslu, þar sem áhersla var lögð á að upplýsa einstaklinga um skaðleg áhrif tóbaks, en nikótínvörur og nikótínlyf eiga einnig stóran þátt í þeim árangri. Undirritaður hvetur heilbrigðisráðherra til að taka áformin til endurskoðunar og hverfa af braut boða og banna, sérstaklega þar sem um er að ræða tilviljanakennd og marklaus bönn. Fræðsla og upplýsing eru líklegri til að stuðla að auknu heilbrigði þjóðarinnar. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar