Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 23:01 Macron er staddur í þriggja daga langri opinberri heimsókn í Lundúnum. EPA Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. Macron og Starmer sátu fund í dag á síðasta degi opinberrar heimsóknar þess fyrrnefnda til Bretlands, þar sem innflytjendamál og öryggis- og varnarmál voru efst á baugi. Ólöglegar fólksflutningar hælisleitenda frá Frakklandi til Bretlands um Ermarsundið hafa færst í aukana undanfarin ár og tugir hafa drukknað í slíkum siglingum. Í frétt Reuters um heimsóknina segir að dvínandi vinsældir Starmer frá því að hann sigraði þingkosningar í Bretlandi í fyrra megi meðal annars rekja til aðgerðaleysis í innflytjendamálum. Á fundinum lagði Starmer fram tillögu að svokallaðri „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum. Í henni felst að hver sem siglir ólöglega frá Frakklandi til Bretlands í leit að hæli verði brottvísað aftur til Frakklands. Á móti kemur yrðu jafnmargir hælisleitendur sem komu löglega til Frakklands sendir þaðan til Bretlands, þar sem tekið yrði á móti þeim. Ekki liggur fyrir hvort tillaga Starmer verði samþykkt en Macron kallaði eftir frekari aðgerðum Breta í tengslum við að gera ólöglegum innflytjendum erfiðara fyrir að fá vinnu, og þar af leiðandi geta búið í landinu. Sér til varnar sagði Starmer bresk stjórnvöld hafa í auknum mæli handtekið ólöglega innflytjendur sem hafi reynst án atvinnuréttinda að undanförnu. Það hafi virkað sem fælingarmáttur fyrir aðra á leið til Bretlands í leit að atvinnu án réttinda. Frakkland Bretland Flóttamenn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Macron og Starmer sátu fund í dag á síðasta degi opinberrar heimsóknar þess fyrrnefnda til Bretlands, þar sem innflytjendamál og öryggis- og varnarmál voru efst á baugi. Ólöglegar fólksflutningar hælisleitenda frá Frakklandi til Bretlands um Ermarsundið hafa færst í aukana undanfarin ár og tugir hafa drukknað í slíkum siglingum. Í frétt Reuters um heimsóknina segir að dvínandi vinsældir Starmer frá því að hann sigraði þingkosningar í Bretlandi í fyrra megi meðal annars rekja til aðgerðaleysis í innflytjendamálum. Á fundinum lagði Starmer fram tillögu að svokallaðri „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum. Í henni felst að hver sem siglir ólöglega frá Frakklandi til Bretlands í leit að hæli verði brottvísað aftur til Frakklands. Á móti kemur yrðu jafnmargir hælisleitendur sem komu löglega til Frakklands sendir þaðan til Bretlands, þar sem tekið yrði á móti þeim. Ekki liggur fyrir hvort tillaga Starmer verði samþykkt en Macron kallaði eftir frekari aðgerðum Breta í tengslum við að gera ólöglegum innflytjendum erfiðara fyrir að fá vinnu, og þar af leiðandi geta búið í landinu. Sér til varnar sagði Starmer bresk stjórnvöld hafa í auknum mæli handtekið ólöglega innflytjendur sem hafi reynst án atvinnuréttinda að undanförnu. Það hafi virkað sem fælingarmáttur fyrir aðra á leið til Bretlands í leit að atvinnu án réttinda.
Frakkland Bretland Flóttamenn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira