Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 07:30 Ben Askren sést hér í sjúkrarúminu sínu en hann er sem betur fer að braggast eftir fimm skelfilegar vikur. Ben Askren Ben Askren er goðsögn í bandaríska glímuheiminum og keppti á sínum tíma í UFC en þessum fyrrum stórstjarna hefur glímt við afar erfið veikindi í sumar. Askren fékk skæða lungnabólgu eftir bakteríusýkingu. Það endaði með að hann þurfti að fá tvö ný lungu. Veikindin tóku vissulega mikinn toll af hinum fertuga Askren. Breska ríkisútvarpið segir frá örlögum Askren og þar kemur fram að hann muni ekkert eftir því sem gerðist fyrir hann. Askren hætti í blönduðum bardagaíþróttum árið 2019 eftir stutt ævintýri í UFC heiminum. Hann hafði áður átt magnaðan feril í glímuheiminum og keppt á Ólympíuleikum. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Wisconsin í júní en hann þurfti þá að fara í öndunarvél og á lista yfir þá sem þurftu á líffæragjöf að halda. NEW: Former MMA fighter Ben Askren says he "died" four times, says he feels like he experienced his own funeral.Askren got emotional as he described his current condition, explaining how he lost all recollection from May 28 to July 2. The former fighter was hospitalized for… pic.twitter.com/wb3QSpOU6K— Collin Rugg (@CollinRugg) July 9, 2025 Askren sagði frá sögu sinni á samfélagsmiðlum en þar má sjá hann liggja nánast óþekkjanlegan í sjúkrarúmi sínu enda búinn að missa 23 kíló í veikindum og það á aðeins 45 dögum. „Ég þurfti að fá að lesa dagbók eiginkonunnar því ég man ekkert frá 28. maí til 2. júlí. Ég veit ekkert og hef enga hugmynd um hvað var í gangi hjá mér,“ sagði Ben Askren. „Ég sá það þegar ég las færslur hennar að þetta er eins og kvikmynd. Ég dó bara fjórum sinnum. Hjartað hætti að slá í tuttugu sekúndur,“ sagði Askren. „Ég fór á vigtina í gær og mældist 66 kíló. Ég hef ekki verið 66 kíló síðan ég var fimmtán ára gamall,“ sagði Askren. Hann er eitthvað að braggast en þarf eiginlega að læra allt upp á nýtt. Askren segist vera þakklátur fyrir kveðjurnar og stuðninginn sem hann hefur fengið frá öllum. „Það sem hefur snert mig mest er öll ástin sem ég hef fundið frá öllum. Það er nánast eins og ég hafi fengið að horfa á mína eigin jarðarför, ekki satt,“ sagði Askren. Eiginkona segir Askren hafa verið fullkomlega heilbrigðan fyrir aðeins fimm vikum síðan. Þau eiga þrjú börn saman. Askren er talinn einn besti bandaríski glímumaðurinn í sögunni og varð ósigraður í tuttugu bardögum þegar hann reyndi fyrir sér í UFC fyrir sex árum. Hann komst aftur í fréttirnar árið 2021 þegar hann boxaði á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. Paul hefur farið fyrir söfnun fyrir Askren á síðustu vikum. View this post on Instagram A post shared by Ben Askren (@benaskren) MMA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Askren fékk skæða lungnabólgu eftir bakteríusýkingu. Það endaði með að hann þurfti að fá tvö ný lungu. Veikindin tóku vissulega mikinn toll af hinum fertuga Askren. Breska ríkisútvarpið segir frá örlögum Askren og þar kemur fram að hann muni ekkert eftir því sem gerðist fyrir hann. Askren hætti í blönduðum bardagaíþróttum árið 2019 eftir stutt ævintýri í UFC heiminum. Hann hafði áður átt magnaðan feril í glímuheiminum og keppt á Ólympíuleikum. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Wisconsin í júní en hann þurfti þá að fara í öndunarvél og á lista yfir þá sem þurftu á líffæragjöf að halda. NEW: Former MMA fighter Ben Askren says he "died" four times, says he feels like he experienced his own funeral.Askren got emotional as he described his current condition, explaining how he lost all recollection from May 28 to July 2. The former fighter was hospitalized for… pic.twitter.com/wb3QSpOU6K— Collin Rugg (@CollinRugg) July 9, 2025 Askren sagði frá sögu sinni á samfélagsmiðlum en þar má sjá hann liggja nánast óþekkjanlegan í sjúkrarúmi sínu enda búinn að missa 23 kíló í veikindum og það á aðeins 45 dögum. „Ég þurfti að fá að lesa dagbók eiginkonunnar því ég man ekkert frá 28. maí til 2. júlí. Ég veit ekkert og hef enga hugmynd um hvað var í gangi hjá mér,“ sagði Ben Askren. „Ég sá það þegar ég las færslur hennar að þetta er eins og kvikmynd. Ég dó bara fjórum sinnum. Hjartað hætti að slá í tuttugu sekúndur,“ sagði Askren. „Ég fór á vigtina í gær og mældist 66 kíló. Ég hef ekki verið 66 kíló síðan ég var fimmtán ára gamall,“ sagði Askren. Hann er eitthvað að braggast en þarf eiginlega að læra allt upp á nýtt. Askren segist vera þakklátur fyrir kveðjurnar og stuðninginn sem hann hefur fengið frá öllum. „Það sem hefur snert mig mest er öll ástin sem ég hef fundið frá öllum. Það er nánast eins og ég hafi fengið að horfa á mína eigin jarðarför, ekki satt,“ sagði Askren. Eiginkona segir Askren hafa verið fullkomlega heilbrigðan fyrir aðeins fimm vikum síðan. Þau eiga þrjú börn saman. Askren er talinn einn besti bandaríski glímumaðurinn í sögunni og varð ósigraður í tuttugu bardögum þegar hann reyndi fyrir sér í UFC fyrir sex árum. Hann komst aftur í fréttirnar árið 2021 þegar hann boxaði á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. Paul hefur farið fyrir söfnun fyrir Askren á síðustu vikum. View this post on Instagram A post shared by Ben Askren (@benaskren)
MMA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira