Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júlí 2025 11:07 Ingu Sæland var heitt í hamsi í ræðustól. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, spyr hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Minnihlutinn hafi ekki áhuga á samtali og þingflokksformenn hans mæti óundirbúnir þegar fundað er. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta alþingis sem fimmti varaforseti og ákvað að fresta umræðum og slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, í óþökk meirihlutans. Til stóð að fundurinn héldi áfram og að forseti frá meirihlutanum tæki við. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag til að bregðast við þingslitum Hildar og þeirri stöðu sem er uppi á þinginu. Kristrún lýsti því þar yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland og heiður Alþingis. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Meðal þeirra sem stigu upp í pontu var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem gat vart orða bundist yfir framgöngu minnihlutans. „Hvert stefnir fallega landið okkar?“ „Mikið væri nú indælt ef við gætum í raun og veru sýnt þá virðingu kjósendum okkar og lýðræðinu í landinu að vinna hér saman af heilum hug fyrir farsæld þjóðarinnar í heild. Að standa ekki hér til þess að verja sérhagsmuni þegar langstærsti hluti þjóðarinnar er fylgjandi þeim verkum sem ríkisstjórnin er að vinna,“ sagði Inga í upphafi ræðu sinnar. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í raun ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðveldið í landinu?“ spurði Inga þvínæst. „Ég velti því fyrir mér, frú forseti, hvert erum við að stefna? Hvert erum við komin þegar þingforseti, varaforseti Alþingis, stígur hér fram rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og rýfur þingfund algjörlega án heimildar, algjörlega fordæmalaust og algjörlega án nokkurs umboðs. Hvert stefnir fallega landið okkar? Hvert stefnum við lýðræðinu? Hvert stefnum við þingræðinu?“ Þingflokksformenn fresti fundum og mæti óundirbúnir Inga sagði þingmenn Alþingis vera kjörna fulltrúa sem hefðu verið kosnir í gildum þingkosningum og hefðu verk að vinna landi og þjóð til heilla. „Við höfum til þess lýðræðislegt umboð og við höfum til þess takkaborðið okkar, gulur, rauður, grænn, til þess að ákveða það inni í þessum þingsal hvernig við viljum verja okkar atkvæði. Það er lýðræði, það er lýðræðið í landinu að hleypa fólkinu okkar hér til atkvæðagreiðslu,“ sagði hún. „Og að tala um það að við höfum ekki, fulltrúar stjórnarinnar, setið hér í málþófi með stjórnarandstöðunni þegar skilaboðin okkar hafa verið skýr! Hér höfum við tekið þátt í umræðunni, við höfum verið hófleg, við höfum verið virkilega tillitsöm, við höfum verið kurteis og haldið trúnað,“ sagði Inga. „En það sem við höfum fengið í staðinn er svo gjörsamlega fordæmalaust að það er ólýsandi með öllu. Þannig að ég á ekki eitt einasta orð þegar háttvirtur minnihlutinn kemur hingað upp og talar um sambandsleysi, samtalsleysi þegar tafarleikirnir eru slíkir að í hvert skipti sem þingflokksformenn stjórnarflokkanna hafa boðið til samtals þá er beðið um frest.“ „Og þessir ágætu þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar koma óundirbúnir á alla slíka fundi og með sínar eigin kröfur!“ sagði hún að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta alþingis sem fimmti varaforseti og ákvað að fresta umræðum og slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, í óþökk meirihlutans. Til stóð að fundurinn héldi áfram og að forseti frá meirihlutanum tæki við. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag til að bregðast við þingslitum Hildar og þeirri stöðu sem er uppi á þinginu. Kristrún lýsti því þar yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland og heiður Alþingis. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Meðal þeirra sem stigu upp í pontu var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem gat vart orða bundist yfir framgöngu minnihlutans. „Hvert stefnir fallega landið okkar?“ „Mikið væri nú indælt ef við gætum í raun og veru sýnt þá virðingu kjósendum okkar og lýðræðinu í landinu að vinna hér saman af heilum hug fyrir farsæld þjóðarinnar í heild. Að standa ekki hér til þess að verja sérhagsmuni þegar langstærsti hluti þjóðarinnar er fylgjandi þeim verkum sem ríkisstjórnin er að vinna,“ sagði Inga í upphafi ræðu sinnar. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í raun ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðveldið í landinu?“ spurði Inga þvínæst. „Ég velti því fyrir mér, frú forseti, hvert erum við að stefna? Hvert erum við komin þegar þingforseti, varaforseti Alþingis, stígur hér fram rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og rýfur þingfund algjörlega án heimildar, algjörlega fordæmalaust og algjörlega án nokkurs umboðs. Hvert stefnir fallega landið okkar? Hvert stefnum við lýðræðinu? Hvert stefnum við þingræðinu?“ Þingflokksformenn fresti fundum og mæti óundirbúnir Inga sagði þingmenn Alþingis vera kjörna fulltrúa sem hefðu verið kosnir í gildum þingkosningum og hefðu verk að vinna landi og þjóð til heilla. „Við höfum til þess lýðræðislegt umboð og við höfum til þess takkaborðið okkar, gulur, rauður, grænn, til þess að ákveða það inni í þessum þingsal hvernig við viljum verja okkar atkvæði. Það er lýðræði, það er lýðræðið í landinu að hleypa fólkinu okkar hér til atkvæðagreiðslu,“ sagði hún. „Og að tala um það að við höfum ekki, fulltrúar stjórnarinnar, setið hér í málþófi með stjórnarandstöðunni þegar skilaboðin okkar hafa verið skýr! Hér höfum við tekið þátt í umræðunni, við höfum verið hófleg, við höfum verið virkilega tillitsöm, við höfum verið kurteis og haldið trúnað,“ sagði Inga. „En það sem við höfum fengið í staðinn er svo gjörsamlega fordæmalaust að það er ólýsandi með öllu. Þannig að ég á ekki eitt einasta orð þegar háttvirtur minnihlutinn kemur hingað upp og talar um sambandsleysi, samtalsleysi þegar tafarleikirnir eru slíkir að í hvert skipti sem þingflokksformenn stjórnarflokkanna hafa boðið til samtals þá er beðið um frest.“ „Og þessir ágætu þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar koma óundirbúnir á alla slíka fundi og með sínar eigin kröfur!“ sagði hún að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57