„Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2025 20:31 Stewart Munsch, hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu. vísir/ívar Skipstjóri kafbáts segir það skipta sköpum að geta lagt að bryggju við Ísland við þjónustuheimsókn. Það gerðist í fyrsta sinn í dag við Grundartanga en Hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu segir rússneska kafbáta hafa sést víða í Norður-Atlantshafi undanfarið. Sjá má kjarnorkuknúna kafbátinn í spilaranum hér að neðan en þetta er í fyrsta skipti sem að slíkur kafbátur leggur hér að bryggju fyrir þjónustuheimsókn. 140 í áhöfninni sem þurfi á vistum að halda Kafbáturinn ber nafnið USS Newsport News og er af Los Angeles-gerð og ber ekki kjarnorkuvopn. Sjö sinnum áður hafa Bandarískir kafbátar komið hingað í þjónustuheimsókn frá því í apríl 2023 en þá hefur þjónustan farið fram út á hafi. Eric McKay, skipstjóri bátsins segir það skipta sköpum að koma í land. „Þetta er allt annars eðlis hvað varðar magn birgða sem við getum tekið um borð. Einn kosturinn við kjarnorkuknúinn kafbát er að við framleiðum okkar eigið loft og vatn. Svo úthaldið takmarkast aðeins af því hve mikinn mat við getum tekið um borð. Þetta er sögulegt tækifæri fyrir okkur,“ segir hann og bætir við að um 140 áhafnarmeðlimir eru um borð og því mikið af munnum sem þarf að fæða og miklar vistir sem þarf að hafa um borð. „Almennt hafa Rússar verið mjög virkir“ Stewart Munsch, hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu, segir kafbátaeftirlit við Íslandsstrendur sjaldan hafa verið mikilvægara. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta fjölgar þeim höfnum sem við getum heimsótt hér á norðurslóðum. Þetta svæði sem ég nefndi, á milli Grænlands, Íslands og Bretlands, er hin hefðbundna leið úr norðri út á opið Atlantshafið og það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn. Almennt hafa Rússar verið mjög virkir. En þeir eru að smíða fleiri kafbáta svo þeir fá fleiri til að nota.“ „Ég dýrka Ísland. Ég var hérna fyrst árið 1986 og hef komið reglulega síðan. Það er yndislegt að vera kominn aftur í enn eitt skiptið,“ bætir Munsch við. Hann tekur fram að mikilvægt sé að vita hvar rússneskir kafbátar eru staðsettir og hvað þeir séu að gera svo hægt sé að skipuleggja mótvægisaðgerðir við því. „Ef það er nauðsynlegt þurfum við að vera í stöðu til að geta ráðist í aðgerðir til að vera þjóðir okkar,“ segir hann og bætir við að hann sé Íslendingum og yfirvöldum einstaklega þakklátur fyrir að vera góðir gestgjafar. Merki um breyttan veruleika á norðurslóðum Erin Sawyer, starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi (Chargé d’Affaires), segir um mikil tímamót að ræða enda verkefnið verið í bígerð í rúmlega tvö ár. „Ég held að þetta sé merki um breyttan veruleika á norðurslóðum. Við vildum gjarnan sjá norðurslóðir sem svæði með lágu spennustigi. En eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 hafa hernaðarumsvif Rússa á norðurslóðum aukist mikið.“ Líklega marki þetta komu fleiri bandarískra kafbáta hingað til lands á næstu árum. Dýrmætt og verðmætt fyrir Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir um mjög mikilvægt skrefa að ræða fyrir Ísland sem þurfi að uppfylla varnarskuldbindingar. „Fyrst og fremst erum við líka að sýna það að við erum með augun á því að það þarf að gæta vel að norðurslóðum og norður Atlantshafi. Við vitum af Rússum sem eru að efla sig mjög til að fara í ákveðnar aðgerðir á norðurslóðum og Norður Atlantshafi. Við erum líka með Rússa sem eru með sinn skuggaflota nærri okkar vinaþjóðum og vitum af þeim hér í grennd líka.“ Mikilvægt sé að tryggja varnir og öryggi Íslendinga. Ísland sé öflugt gistiríki og þetta liður í því. Þorgerður segir að um sögulega heimsókn sé að ræða. „Það skiptir mjög máli upp á stuðning og þjónustu. En líka að gefa þetta merki um að við séum að efla okkar varnir og auka okkar öryggi í öruggu samstarfi meðal annars við NATÓ-ríkin. Þetta hefur verið lengi í undirbúningi og er framhald af því þegar að bandarískur kafbátur fékk í fyrsta skipti að koma inn í íslensku lögsögu fyrir tveimur árum síðan.“ Er þetta merki um aukið varnarsamstarf og munum við jafnvel sjá fleiri svona heimsóknir og nýjungar á næstu árum? „Ég geri ráð fyrir því. Ég vona það. Það er þannig að við þurfum bæði sem Evrópuríki og sem aðildarríki NATO að efla varnir okkar. Ég fagna því sérstaklega sem utanríkis- og varnarmálaráðherra á vettvangi NATO að það sé verið að tala í auknum mæli um norðurslóðir og Norður-Atlantshafið. Það er mjög dýrmætt og verðmætt fyrir okkur Íslendinga,“ segir hún og bætir við að kafbátaeftirlit um GIUK-hliðið sé einstaklega mikilvægt. Bandaríkin Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Kjarnorka Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sjá má kjarnorkuknúna kafbátinn í spilaranum hér að neðan en þetta er í fyrsta skipti sem að slíkur kafbátur leggur hér að bryggju fyrir þjónustuheimsókn. 140 í áhöfninni sem þurfi á vistum að halda Kafbáturinn ber nafnið USS Newsport News og er af Los Angeles-gerð og ber ekki kjarnorkuvopn. Sjö sinnum áður hafa Bandarískir kafbátar komið hingað í þjónustuheimsókn frá því í apríl 2023 en þá hefur þjónustan farið fram út á hafi. Eric McKay, skipstjóri bátsins segir það skipta sköpum að koma í land. „Þetta er allt annars eðlis hvað varðar magn birgða sem við getum tekið um borð. Einn kosturinn við kjarnorkuknúinn kafbát er að við framleiðum okkar eigið loft og vatn. Svo úthaldið takmarkast aðeins af því hve mikinn mat við getum tekið um borð. Þetta er sögulegt tækifæri fyrir okkur,“ segir hann og bætir við að um 140 áhafnarmeðlimir eru um borð og því mikið af munnum sem þarf að fæða og miklar vistir sem þarf að hafa um borð. „Almennt hafa Rússar verið mjög virkir“ Stewart Munsch, hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu, segir kafbátaeftirlit við Íslandsstrendur sjaldan hafa verið mikilvægara. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta fjölgar þeim höfnum sem við getum heimsótt hér á norðurslóðum. Þetta svæði sem ég nefndi, á milli Grænlands, Íslands og Bretlands, er hin hefðbundna leið úr norðri út á opið Atlantshafið og það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn. Almennt hafa Rússar verið mjög virkir. En þeir eru að smíða fleiri kafbáta svo þeir fá fleiri til að nota.“ „Ég dýrka Ísland. Ég var hérna fyrst árið 1986 og hef komið reglulega síðan. Það er yndislegt að vera kominn aftur í enn eitt skiptið,“ bætir Munsch við. Hann tekur fram að mikilvægt sé að vita hvar rússneskir kafbátar eru staðsettir og hvað þeir séu að gera svo hægt sé að skipuleggja mótvægisaðgerðir við því. „Ef það er nauðsynlegt þurfum við að vera í stöðu til að geta ráðist í aðgerðir til að vera þjóðir okkar,“ segir hann og bætir við að hann sé Íslendingum og yfirvöldum einstaklega þakklátur fyrir að vera góðir gestgjafar. Merki um breyttan veruleika á norðurslóðum Erin Sawyer, starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi (Chargé d’Affaires), segir um mikil tímamót að ræða enda verkefnið verið í bígerð í rúmlega tvö ár. „Ég held að þetta sé merki um breyttan veruleika á norðurslóðum. Við vildum gjarnan sjá norðurslóðir sem svæði með lágu spennustigi. En eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 hafa hernaðarumsvif Rússa á norðurslóðum aukist mikið.“ Líklega marki þetta komu fleiri bandarískra kafbáta hingað til lands á næstu árum. Dýrmætt og verðmætt fyrir Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir um mjög mikilvægt skrefa að ræða fyrir Ísland sem þurfi að uppfylla varnarskuldbindingar. „Fyrst og fremst erum við líka að sýna það að við erum með augun á því að það þarf að gæta vel að norðurslóðum og norður Atlantshafi. Við vitum af Rússum sem eru að efla sig mjög til að fara í ákveðnar aðgerðir á norðurslóðum og Norður Atlantshafi. Við erum líka með Rússa sem eru með sinn skuggaflota nærri okkar vinaþjóðum og vitum af þeim hér í grennd líka.“ Mikilvægt sé að tryggja varnir og öryggi Íslendinga. Ísland sé öflugt gistiríki og þetta liður í því. Þorgerður segir að um sögulega heimsókn sé að ræða. „Það skiptir mjög máli upp á stuðning og þjónustu. En líka að gefa þetta merki um að við séum að efla okkar varnir og auka okkar öryggi í öruggu samstarfi meðal annars við NATÓ-ríkin. Þetta hefur verið lengi í undirbúningi og er framhald af því þegar að bandarískur kafbátur fékk í fyrsta skipti að koma inn í íslensku lögsögu fyrir tveimur árum síðan.“ Er þetta merki um aukið varnarsamstarf og munum við jafnvel sjá fleiri svona heimsóknir og nýjungar á næstu árum? „Ég geri ráð fyrir því. Ég vona það. Það er þannig að við þurfum bæði sem Evrópuríki og sem aðildarríki NATO að efla varnir okkar. Ég fagna því sérstaklega sem utanríkis- og varnarmálaráðherra á vettvangi NATO að það sé verið að tala í auknum mæli um norðurslóðir og Norður-Atlantshafið. Það er mjög dýrmætt og verðmætt fyrir okkur Íslendinga,“ segir hún og bætir við að kafbátaeftirlit um GIUK-hliðið sé einstaklega mikilvægt.
Bandaríkin Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Kjarnorka Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira