Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Árni Jóhannsson skrifar 10. júlí 2025 22:42 Sveindís Jane mátti vera ánægð með fyrsta mark sitt og Íslands á EM 2025. Vísir / Anton Brink Sveindís Jane Jónsdóttir var besti leikmaður Íslands í tapi gegn Noregi í síðasta leik liðsins á EM 2025. Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað en gat ekki verið annað en svekkt með niðurstöðuna í mótinu. Sveindís var spurð hvort það hafi ekki verið skrýtið að spila leikinn gegn Noregi. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane „Já vissum fyrir leikinn að þetta væri búið hjá okkur og að þetta væri síðasti leikurinn á EM. Við vildum hinsvegar gera okkar besta og sýna okkar rétta andlit og reyna að vinna leikinn en það gekk ekki. Við allavega skorum mörk en þetta var ekki nógu gott.“ Sveindís skoraði mark og lagði upp annað eins og áður segir og vildi augljóslega kveðja mótið með hvelli. Hún var beðin um að leggja mat á frammistöðu sína á þessu móti. „Ég meina maður getur alltaf gert betur og ég held að liðið í heild sé ekkert rosalega sátt með frammistöðuna okkar. Persónulega þá vill maður alltaf gera betur, skora fyrir liðið en stundum gengur það bara ekki upp. Ég mæti bara í næsta leik til að gera enn betur. Það er enginn leikmaður í liðinu sem mætir í leik með það hugarfar að gera ekki vel. Ég reyndi að sýna mínar betri hliðar í dag og fannst ég gera ágætlega.“ Eitt sem tekið hefur verið eftir er að Sveindís hlýtur ekki alltaf náð hjá dómurum þó að hún sé tuskuð til inn á vellinum. Finnst henni halla á sig í dómgæslunni? „Ég veit það ekki. Það hefur ekki mikið fallið með okkur í dómgæslunni í mótinu. Ekki bara gegn mér. Ég veit ekki hvort ég eigi að fá aukaspyrnur eða ekki. Ef maður er á leiðinni niður þá reynir maður að fá eitthvað fyrir það.“ Hafa síðustu dagar verið erfiðir vitandi að liðið er dottið úr keppni? „Við höfum reynt að vera jákvæðar. Auðvitað. Eftir fyrsta leikinn var allt opið ennþá, leikurinn á móti Sviss var ekki nógu góður og við bara komum ekki nógu góðar til leiks. Ekki gaman auðvitað en við reynum alltaf að sjá það jákvæða og við vitum að veit eigum að geta gert betur. Við komum inn í þetta mót með það í huga að komast upp úr honum, þetta var erfiður riðill, öll liðin vildu komast upp úr riðlinum. Þetta er búið að vera erfitt en við reynum að vera jákvæðar.“ Þegar Sveindís gerir upp mótið eru einhver stór vandamál sem liðið þarf að laga? „Við skorum engin mörk í fyrstu tveimur leikjunum og maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk. Bara það, að skora ekki, er það sem við sjáum eftir. Við fáum ekki mikið af færum þannig að við erum ekki að búa til mikið og það er eitthvað sem við þurfum að gera betur og skoða. Við erum svekktar með okkar frammistöðu fyrir framan markið.“ Það er stutt í næsta verkefni en fyrst þarf liðið að halda sér í A riðli í Þjóðardeildinni en það þarf að fara í umspil til þess. Sveindís talaði einnig um að markmiðið væri að fara á HM í fyrsta sinn og það væru spennandi tímar framundan en fyrst fengi Sveindís fimm daga frí áður en hún færi til Bandaríkjann til að spila fyrir Angels City FC í Los Angeles. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Sveindís var spurð hvort það hafi ekki verið skrýtið að spila leikinn gegn Noregi. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane „Já vissum fyrir leikinn að þetta væri búið hjá okkur og að þetta væri síðasti leikurinn á EM. Við vildum hinsvegar gera okkar besta og sýna okkar rétta andlit og reyna að vinna leikinn en það gekk ekki. Við allavega skorum mörk en þetta var ekki nógu gott.“ Sveindís skoraði mark og lagði upp annað eins og áður segir og vildi augljóslega kveðja mótið með hvelli. Hún var beðin um að leggja mat á frammistöðu sína á þessu móti. „Ég meina maður getur alltaf gert betur og ég held að liðið í heild sé ekkert rosalega sátt með frammistöðuna okkar. Persónulega þá vill maður alltaf gera betur, skora fyrir liðið en stundum gengur það bara ekki upp. Ég mæti bara í næsta leik til að gera enn betur. Það er enginn leikmaður í liðinu sem mætir í leik með það hugarfar að gera ekki vel. Ég reyndi að sýna mínar betri hliðar í dag og fannst ég gera ágætlega.“ Eitt sem tekið hefur verið eftir er að Sveindís hlýtur ekki alltaf náð hjá dómurum þó að hún sé tuskuð til inn á vellinum. Finnst henni halla á sig í dómgæslunni? „Ég veit það ekki. Það hefur ekki mikið fallið með okkur í dómgæslunni í mótinu. Ekki bara gegn mér. Ég veit ekki hvort ég eigi að fá aukaspyrnur eða ekki. Ef maður er á leiðinni niður þá reynir maður að fá eitthvað fyrir það.“ Hafa síðustu dagar verið erfiðir vitandi að liðið er dottið úr keppni? „Við höfum reynt að vera jákvæðar. Auðvitað. Eftir fyrsta leikinn var allt opið ennþá, leikurinn á móti Sviss var ekki nógu góður og við bara komum ekki nógu góðar til leiks. Ekki gaman auðvitað en við reynum alltaf að sjá það jákvæða og við vitum að veit eigum að geta gert betur. Við komum inn í þetta mót með það í huga að komast upp úr honum, þetta var erfiður riðill, öll liðin vildu komast upp úr riðlinum. Þetta er búið að vera erfitt en við reynum að vera jákvæðar.“ Þegar Sveindís gerir upp mótið eru einhver stór vandamál sem liðið þarf að laga? „Við skorum engin mörk í fyrstu tveimur leikjunum og maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk. Bara það, að skora ekki, er það sem við sjáum eftir. Við fáum ekki mikið af færum þannig að við erum ekki að búa til mikið og það er eitthvað sem við þurfum að gera betur og skoða. Við erum svekktar með okkar frammistöðu fyrir framan markið.“ Það er stutt í næsta verkefni en fyrst þarf liðið að halda sér í A riðli í Þjóðardeildinni en það þarf að fara í umspil til þess. Sveindís talaði einnig um að markmiðið væri að fara á HM í fyrsta sinn og það væru spennandi tímar framundan en fyrst fengi Sveindís fimm daga frí áður en hún færi til Bandaríkjann til að spila fyrir Angels City FC í Los Angeles.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31