Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson og Svanborg R. Jónsdóttir skrifa 11. júlí 2025 09:32 Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar