Innlent

Draga Detti­foss til Reykja­víkur

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Varðskipið Freyja bar að garði á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Varðskipið Freyja bar að garði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Aðsend

Varðskipið Freyja er nú að draga Dettifoss, fragtskip Eimskips, til Reykjavíkur eftir að það síðarnefnda varð vélarvana í gær. 

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að varðskipið, sem er í eigu Landhelgisgæslunnar, hafi komið að Dettifoss klukkan ellefu í gærkvöldi. Vel hafi gengið að koma dráttartaug á milli og var haldið af stað um hálftíma síðar.

Dettifoss var um 390 mílur suðvestur af Reykjanestá er bilun kom upp í aðalvél skipsins sem var á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi. Í tilkynningu frá Eimskip í gær segir að vonir standi til að viðgerð taki ekki langan tíma, eftir að skipið kemur til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi

Dettifoss, fragtskip Eimskips, er vélarvana um 390 mílur suðvestur af Reykjanestá, á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi, eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×