Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 16:08 Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra gæti þurft að bíða aðeins lengur eftir að frumvarp hennar verður samþykkt. Vísir/Vilhelm Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira