Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar 12. júlí 2025 12:01 Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi hjá aðildarríkjum 19. júlí næstkomandi, nema þeim sé hafnað með formlegri yfirlýsingu. Ísland er meðal aðildarríkjanna en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hvers vegna veit nú enginn. Eru það hagsmunir eða heimska? RÚV fjallar ekki málið. Kemur það á óvart? Ógn við fullveldi Íslands Í stjórnarskrá Íslands segir skýrt í 1. grein að Ísland sé fullvalda ríki. Öll valdheimild stjórnvalda á upptök sín hjá íslensku þjóðinni, engum öðrum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að WHO geti í framtíðinni tekið sér vald til að lýsa yfir alþjóðlegum neyðarástandi og leggja fyrir einstök aðildarríki að framkvæma tilteknar ráðstafanir. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur: Erum við reiðubúin að framselja vald yfir eigin sóttvarnaráætlunum til aðila alþjóðastofnunar sem enginn Íslendingur hefur kosið? Mannréttindi og lýðræði í húfi Hér er ekki bara spurning um fullveldi ríkisins, heldur einnig um grundvallarréttindi borgaranna. Breytingarnar á IHR og nýi samningurinn gætu opnað dyrnar að eftirfarandi ráðstöfunum: a)Ferðatakmörkunum sem ákveðnar eru utan Íslands. b)Upplýsingasöfnun um heilsufar einstaklinga án innlends lýðræðislegs aðhalds eða eftirlits. c)Skyldubundnum bólusetningum, sóttkví eða öðrum aðgerðum sem óvíst er hvort Alþingi hefði samþykkt. d)Heilsufarsrannsóknir á ferðafólki, rafræn heilsuvottorð, skráningu upplýsinga og aukin fjármálaleg aðkoma einkaaðila að starfsemi stofnunarinnar. Við Íslendingar höfum áratugum saman lagt áherslu á mannréttindi, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Eigum við að leggja þessi verðmæti í hendur ólýðræðislegra embættismanna í Genf? Aðrar þjóðir eru varfærnar – erum við það einnig? Nokkur Evrópuríki hafa þegar vakið athygli á að breytingarnar gangi of langt og geti brotið gegn þeirra eigin stjórnarskrá. Sviss, sem hýsir höfuðstöðvar WHO, hefur kallað eftir skýrum fyrirvörum. Ísland má ekki sýna minni varfærni. Hvað eiga Íslendingar að gera? Við eigum að standa vörð um: Fullveldi þjóðarinnar. Rétt Alþingis til að ákveða aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði. Lýðræðislegt aðhald og gagnsæi. Það þarf ekki að þýða að Ísland standi utan alþjóðlegrar samvinnu. En við verðum að tryggja að samvinna við WHO verði á okkar eigin forsendum og skilyrðislaust innan þeirra marka sem stjórnarskráin heimilar. Niðurstaða: Höfum kjark til að segja NEI? Ég skora á íslensk stjórnvöld að hafna þessum breytingum að óbreyttu. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti lýðheilsu – þetta snýst um það hver fær að taka ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina.Það er kominn tími til að við spyrjum okkur og lýðræðiskjörna fulltrúa okkar:”Ef ekki við sjálf – hver á þá að verja fullveldi Íslands?” Fresturinn er að renna út Fresturinn til að senda höfnun rennur út 19. júlí 2025. Hafi slík yfirlýsing ekki borist WHO fyrir þann tíma, verða breytingarnar bindandi fyrir Ísland án frekari aðkomu löggjafans. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir málinu á Íslandi, á sama tíma og umræðan hefur farið vaxandi í ýmsum ríkjum sem telja fullveldi sitt í hættu vegna fyrirkomulagsins. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi hjá aðildarríkjum 19. júlí næstkomandi, nema þeim sé hafnað með formlegri yfirlýsingu. Ísland er meðal aðildarríkjanna en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hvers vegna veit nú enginn. Eru það hagsmunir eða heimska? RÚV fjallar ekki málið. Kemur það á óvart? Ógn við fullveldi Íslands Í stjórnarskrá Íslands segir skýrt í 1. grein að Ísland sé fullvalda ríki. Öll valdheimild stjórnvalda á upptök sín hjá íslensku þjóðinni, engum öðrum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að WHO geti í framtíðinni tekið sér vald til að lýsa yfir alþjóðlegum neyðarástandi og leggja fyrir einstök aðildarríki að framkvæma tilteknar ráðstafanir. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur: Erum við reiðubúin að framselja vald yfir eigin sóttvarnaráætlunum til aðila alþjóðastofnunar sem enginn Íslendingur hefur kosið? Mannréttindi og lýðræði í húfi Hér er ekki bara spurning um fullveldi ríkisins, heldur einnig um grundvallarréttindi borgaranna. Breytingarnar á IHR og nýi samningurinn gætu opnað dyrnar að eftirfarandi ráðstöfunum: a)Ferðatakmörkunum sem ákveðnar eru utan Íslands. b)Upplýsingasöfnun um heilsufar einstaklinga án innlends lýðræðislegs aðhalds eða eftirlits. c)Skyldubundnum bólusetningum, sóttkví eða öðrum aðgerðum sem óvíst er hvort Alþingi hefði samþykkt. d)Heilsufarsrannsóknir á ferðafólki, rafræn heilsuvottorð, skráningu upplýsinga og aukin fjármálaleg aðkoma einkaaðila að starfsemi stofnunarinnar. Við Íslendingar höfum áratugum saman lagt áherslu á mannréttindi, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Eigum við að leggja þessi verðmæti í hendur ólýðræðislegra embættismanna í Genf? Aðrar þjóðir eru varfærnar – erum við það einnig? Nokkur Evrópuríki hafa þegar vakið athygli á að breytingarnar gangi of langt og geti brotið gegn þeirra eigin stjórnarskrá. Sviss, sem hýsir höfuðstöðvar WHO, hefur kallað eftir skýrum fyrirvörum. Ísland má ekki sýna minni varfærni. Hvað eiga Íslendingar að gera? Við eigum að standa vörð um: Fullveldi þjóðarinnar. Rétt Alþingis til að ákveða aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði. Lýðræðislegt aðhald og gagnsæi. Það þarf ekki að þýða að Ísland standi utan alþjóðlegrar samvinnu. En við verðum að tryggja að samvinna við WHO verði á okkar eigin forsendum og skilyrðislaust innan þeirra marka sem stjórnarskráin heimilar. Niðurstaða: Höfum kjark til að segja NEI? Ég skora á íslensk stjórnvöld að hafna þessum breytingum að óbreyttu. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti lýðheilsu – þetta snýst um það hver fær að taka ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina.Það er kominn tími til að við spyrjum okkur og lýðræðiskjörna fulltrúa okkar:”Ef ekki við sjálf – hver á þá að verja fullveldi Íslands?” Fresturinn er að renna út Fresturinn til að senda höfnun rennur út 19. júlí 2025. Hafi slík yfirlýsing ekki borist WHO fyrir þann tíma, verða breytingarnar bindandi fyrir Ísland án frekari aðkomu löggjafans. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir málinu á Íslandi, á sama tíma og umræðan hefur farið vaxandi í ýmsum ríkjum sem telja fullveldi sitt í hættu vegna fyrirkomulagsins. Höfundur er læknir.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar