Júlíus Valsson

Fréttamynd

Drambið okkar

Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann: „Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna halda Ís­lendingar með Dönum?

Í Napóleonsstyrjöldinni veðjaði Danmörk/Noregur á rangan hest og eftir tap Frakka neyddist Danmörk til að afsala sér völdum yfir Noregi til Svíþjóðar en hélt yfirráðum sínum yfir Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, sem höfðu verið hluti af norska konungsríkinu. (Kiel sáttmálinn 1814). Grænland hafði verið undir Noregi frá 1261 og fór með Noregi inn í danska ríkið.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­reglu­gerð WHO: Hags­munir eða heimska?

Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að.

Skoðun
Fréttamynd

Höldum yngri þing­mönnum að­skildum frá hinum eldri !

Allir þeir sem setið hafa inni á Litla-Hrauni þekkja vel þann raunveruleika, sem þar blasir við nýjum vistmönnum. Eins og í öðrum fangelsum fá menn fljótlega verklega kennslu í þeim lögmálum sem þar gilda og þeim aðferðum sem menn kunna og beita. Yngri fangar læra af hinum eldri og forhertu. Gildir þar engu hvort menn hafa áhuga á að kynna sér bankarán, fjár- og umboðssvik eða bara venjuleg rán, dópsmygl og þess háttar föndur.

Skoðun