Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 16:50 Meðal þingmanna sem krefjast svara eru Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins. Samsett Starfsmenn þingflokks Flokks fólksins óskuðu eftir upplýsingum um tilurð 71. greinar þingskapalaga og hvenær ákvæðinu hefði verið beitt og barst minnisblað frá skrifstofu Alþingi tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjöldin hófst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar flykktust í ræðustól Alþingis í dag til að krefjast svara. „Það hafa margir haft grun um að hér hafi verið leikrit undanfarið og margir hafa telja að það hafi byrjað nýlega,“ segir Bergþór Ólason í ræðustól á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Bergþór ræðir síðan minnisblað sem, líkt og RÚV greindi frá, Flokkur fólksins óskaði eftir um áhrif þess að beita 71. grein þingskapalaganna og hvernig nota mætti það. Minnisblaðið, sem útbúið var af skrifstofu Alþingis, er dagsett 7. maí eða tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldið hófst. „Væntanlega hefur minnisblaðið verið afhent á öðrum degi svo beðið hefur verið um það strax á fyrsta degi umræðunnar. Það er að teiknast upp sú mynd hér á Alþingi Íslendinga að hér hafi verið leikrit í gangi í þessu máli frá fyrsta degi. Ég taldi stöðuna vera slæma hér í þinginu, sennilega aldrei verri allaveganna í seinni tíma sögu eftir gærdaginn,“ segir hann. Hann óskar eftir því að forseti Alþingis athugi með hvaða hætti það atvikaðist að minnisblaðið hafi verið útbúið. „Þetta eru algjörlega nýjar upplýsingar um meðferð þessa máls.“ Dapurleg vinnubrögð, verkleysi og hauslausir hlaupandi þingmenn Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, tók undir beiðni Bergþórs auk Ingibjargar Davíðsdóttur, þingmanni Miðflokksins. „Enn eru þingstörfin hér undir algjöru verkleysi. Hér hefur þingmönnum verið haldið inni í þinghúsi síðan klukkan tíu í morgun án þess að nokkuð bóli á lokum þessa þingfundar. Svo virðist sem menn hlaupi hér um hauslausir hver um sig annan,“ sagði Sigríður. „Ég tek undir ábendingu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar varðandi það sem er núna í fjölmiðlum um að Flokkur fólksins hafi verið að undirbúa beitingu 71. greinar þingskapalaga frá því í byrjun maí.“ „Hvenær var óskað eftir þessu minnisblaði vegna þess að það var afhent tveimur dögum eftir að umræður um veiðigjöldin, eða veiðiskattinn, hófust?“ spurði Ingibjörg. Þá sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, það dapurlegt að verða vitni að vinnubrögðum meirihluta þingsins. „Mig langar að taka undir orðum kollega minna hér, háttvirta þingmanna, sem hafa hér óskað eftir svörum vegna aðdraganda þessa minnisblaðs þegar við hér í stjórnarandstöðunni höfum verið að taka þátt í, það er við teljum, mikilvægri umræðu hér á Alþingi, um mál sem skiptir okkur máli,“ sagði Diljá. „Við þurfum að fá svar við þessu.“ „Mikil eru áhrif og völd starfsmanna Flokks fólksins“ Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir starfsmenn flokksins hafa óskað eftir minnisblaðinu. „Það upplýsist hér með að það voru löglærðir starfsmenn flokksins sem sendu beiðni um minnisblað varðandi 71. greinina. Auðvitað ekkert óeðlilegt við það að starfsmenn þingflokksins vilji kynna sér betur þingskapalög og fá allar upplýsingar ef þeir óska eftir því,“ sagði hann. „Að koma svo hér upp og gera því skóna að það sé einhver sérstök ástæða fyrir því að hér var sett Íslandsmet í fyrstu umræðu um málið, Íslandsmet í málþófi, haldnar hér um þrjú þúsund ræður, er náttúrulega ótrúlegt.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók einnig til máls og tók undir orð Ragnars Þórs. „Ég ætla fá að ítreka orð háttvirts þingmanns Ragnars Þórs Ingólfssonar sem er búið að fullupplýsa um þetta mál. Hér stendur fólk í pontu hreinskilið, eðlilega, því það er það eina sem er hægt að gera í pontu,“ sagði hún. Ragnar Þór steig aftur í pontu seinna til að gera grein fyrir málsatvikum. „Enn og aftur koma þingmenn hér upp og gera því skóna að beiðni starfsmanna þingflokks Flokks fólksins séu helsta ástæða þess að hér hafi verið sett Íslandsmet í málþófi. Hér var þinginu var haldið í gíslingu. Mikil eru áhrif og völd starfsmanna Flokks fólksins, mikil eru áhrif og völd að hér voru haldnar tæplega 3500 ræður og hér vill stjórnarandstaðan ekki klára þinglokasamninga.“ Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að óskað hefði verið eftir upplýsingum um 71. greinina tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Hið rétta er að minnisblaðið barst þann dag. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Það hafa margir haft grun um að hér hafi verið leikrit undanfarið og margir hafa telja að það hafi byrjað nýlega,“ segir Bergþór Ólason í ræðustól á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Bergþór ræðir síðan minnisblað sem, líkt og RÚV greindi frá, Flokkur fólksins óskaði eftir um áhrif þess að beita 71. grein þingskapalaganna og hvernig nota mætti það. Minnisblaðið, sem útbúið var af skrifstofu Alþingis, er dagsett 7. maí eða tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldið hófst. „Væntanlega hefur minnisblaðið verið afhent á öðrum degi svo beðið hefur verið um það strax á fyrsta degi umræðunnar. Það er að teiknast upp sú mynd hér á Alþingi Íslendinga að hér hafi verið leikrit í gangi í þessu máli frá fyrsta degi. Ég taldi stöðuna vera slæma hér í þinginu, sennilega aldrei verri allaveganna í seinni tíma sögu eftir gærdaginn,“ segir hann. Hann óskar eftir því að forseti Alþingis athugi með hvaða hætti það atvikaðist að minnisblaðið hafi verið útbúið. „Þetta eru algjörlega nýjar upplýsingar um meðferð þessa máls.“ Dapurleg vinnubrögð, verkleysi og hauslausir hlaupandi þingmenn Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, tók undir beiðni Bergþórs auk Ingibjargar Davíðsdóttur, þingmanni Miðflokksins. „Enn eru þingstörfin hér undir algjöru verkleysi. Hér hefur þingmönnum verið haldið inni í þinghúsi síðan klukkan tíu í morgun án þess að nokkuð bóli á lokum þessa þingfundar. Svo virðist sem menn hlaupi hér um hauslausir hver um sig annan,“ sagði Sigríður. „Ég tek undir ábendingu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar varðandi það sem er núna í fjölmiðlum um að Flokkur fólksins hafi verið að undirbúa beitingu 71. greinar þingskapalaga frá því í byrjun maí.“ „Hvenær var óskað eftir þessu minnisblaði vegna þess að það var afhent tveimur dögum eftir að umræður um veiðigjöldin, eða veiðiskattinn, hófust?“ spurði Ingibjörg. Þá sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, það dapurlegt að verða vitni að vinnubrögðum meirihluta þingsins. „Mig langar að taka undir orðum kollega minna hér, háttvirta þingmanna, sem hafa hér óskað eftir svörum vegna aðdraganda þessa minnisblaðs þegar við hér í stjórnarandstöðunni höfum verið að taka þátt í, það er við teljum, mikilvægri umræðu hér á Alþingi, um mál sem skiptir okkur máli,“ sagði Diljá. „Við þurfum að fá svar við þessu.“ „Mikil eru áhrif og völd starfsmanna Flokks fólksins“ Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir starfsmenn flokksins hafa óskað eftir minnisblaðinu. „Það upplýsist hér með að það voru löglærðir starfsmenn flokksins sem sendu beiðni um minnisblað varðandi 71. greinina. Auðvitað ekkert óeðlilegt við það að starfsmenn þingflokksins vilji kynna sér betur þingskapalög og fá allar upplýsingar ef þeir óska eftir því,“ sagði hann. „Að koma svo hér upp og gera því skóna að það sé einhver sérstök ástæða fyrir því að hér var sett Íslandsmet í fyrstu umræðu um málið, Íslandsmet í málþófi, haldnar hér um þrjú þúsund ræður, er náttúrulega ótrúlegt.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók einnig til máls og tók undir orð Ragnars Þórs. „Ég ætla fá að ítreka orð háttvirts þingmanns Ragnars Þórs Ingólfssonar sem er búið að fullupplýsa um þetta mál. Hér stendur fólk í pontu hreinskilið, eðlilega, því það er það eina sem er hægt að gera í pontu,“ sagði hún. Ragnar Þór steig aftur í pontu seinna til að gera grein fyrir málsatvikum. „Enn og aftur koma þingmenn hér upp og gera því skóna að beiðni starfsmanna þingflokks Flokks fólksins séu helsta ástæða þess að hér hafi verið sett Íslandsmet í málþófi. Hér var þinginu var haldið í gíslingu. Mikil eru áhrif og völd starfsmanna Flokks fólksins, mikil eru áhrif og völd að hér voru haldnar tæplega 3500 ræður og hér vill stjórnarandstaðan ekki klára þinglokasamninga.“ Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að óskað hefði verið eftir upplýsingum um 71. greinina tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Hið rétta er að minnisblaðið barst þann dag.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira