Tókust á um veiðigjöld og þinglok Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 13:11 Guðrún Hafsteinsdóttir og Kristrún Frostadóttir tókust á um nýjustu vendingar á þinginu í Sprengisandi. Sprengisandur Forsætisráðherra furðar sig á framgöngu stjórnarandstöðunnar í aðdraganda þingloka. Formaður Sjálfstæðisflokksins líkir yfirlýsingum ráðherra í þinginu við einhvers konar leikatriði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira