„Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2025 06:39 Matthías Matthíasson segir unga fanga helst vera þá sem beiti ofbeldi. Vísir Ungir fangar er líklegasti hópurinn til að beita fangaverði ofbeldi og erfiðast er að ná til þeirra. Teymisstjóri segir um indæla menn að ræða sem fái þrátt fyrir það stórfurðulegar og ofbeldisfullar hugmyndir. Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01