Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:41 Karlotta hljóp 511 kílómetra á einni viku. Facebook/Karlotta Ósk Óskarsdóttir Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark. Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark.
Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira