Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 12:13 Í dag má svo sannarlega tala um sól og sumaryl. Vísir/Anton Brink Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ. Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“ Veður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“
Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira