„Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 14. júlí 2025 21:34 Óskar Hrafn, þjálfari KR, fannst sýnir menn spila vel í kvöld. Vísir/Pawel KR tapaði fyrir ÍA í kvöld 1-0, en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR fannst liðið sitt spila töluvert betur en andstæðingurinn. „Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar. Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira
„Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar.
Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira