Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 06:59 Trump virðist vera kominn aftur í lið með Evrópu... í bili að minnsta kosti. Hér eru hann og Selenskí með Emmanuel Macron og Keir Starmer þegar útför páfa fór fram í apríl síðastliðnum. Getty/Forsetaskrifstofa Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu fagna mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að selja Úkraínumönnum vopn í gegnum Atlantshafsbandalagsríkin, sem munu greiða fyrir og senda vopnin gegn því að fá nýjar birgðir frá Bandaríkjunum. „Ég er þakklátur Trump fyrir vilja hans til að styðja við okkur í að vernda þjóð okkar,“ sagði Vólódímír Selenskí í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Forsetinn sagðist hafa átt góðar viðræður við Keith Kellogg, sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, og þá hefði hann rætt við bæði Trump og Mark Rutte, framkvæmdastjóra Nató. Viðbrögð við hótun Trump gagnvart Rússum; að gefa þeim 50 daga til að láta af stríðsrekstrinum ellegar sæta refsiaðgerðum, hafa hins vegar verið lágstemmdari. Rússar virðast sjálfir hafa takmarkaðar áhyggjur en Konstantin Kosachev, áhrifamikill rússneskur þingmaður, sagði til að mynda á Telegram að afarkostir Trump væru ekkert annað en „heitt loft“. „Margt getur gerst á 50 dögum; á vígvellinum og í huga þeirra sem eru við völd, bæði í Bandaríkjunum og í Nató,“ sagði hann. Þá benti Yuri Podolyaka, vinsæll hernaðarbloggari, á að Trump ætti það til að sveiflast fram og til baka og skipta um skoðun. Ef marka má orð Trump síðustu daga virðist hann hins vegar orðinn vel meðvitaður um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir eitt og gerir annað. „Ég kem heim og segi við forsetafrúna: Veistu, ég talaði við Vladimír í dag. Við áttum dásamlegt samtal,“ sagði Trump í gær. „Og hún segir: Ó, er það? Það var verið að gera árás á aðra borg.“ Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
„Ég er þakklátur Trump fyrir vilja hans til að styðja við okkur í að vernda þjóð okkar,“ sagði Vólódímír Selenskí í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Forsetinn sagðist hafa átt góðar viðræður við Keith Kellogg, sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, og þá hefði hann rætt við bæði Trump og Mark Rutte, framkvæmdastjóra Nató. Viðbrögð við hótun Trump gagnvart Rússum; að gefa þeim 50 daga til að láta af stríðsrekstrinum ellegar sæta refsiaðgerðum, hafa hins vegar verið lágstemmdari. Rússar virðast sjálfir hafa takmarkaðar áhyggjur en Konstantin Kosachev, áhrifamikill rússneskur þingmaður, sagði til að mynda á Telegram að afarkostir Trump væru ekkert annað en „heitt loft“. „Margt getur gerst á 50 dögum; á vígvellinum og í huga þeirra sem eru við völd, bæði í Bandaríkjunum og í Nató,“ sagði hann. Þá benti Yuri Podolyaka, vinsæll hernaðarbloggari, á að Trump ætti það til að sveiflast fram og til baka og skipta um skoðun. Ef marka má orð Trump síðustu daga virðist hann hins vegar orðinn vel meðvitaður um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir eitt og gerir annað. „Ég kem heim og segi við forsetafrúna: Veistu, ég talaði við Vladimír í dag. Við áttum dásamlegt samtal,“ sagði Trump í gær. „Og hún segir: Ó, er það? Það var verið að gera árás á aðra borg.“
Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira