„Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2025 13:13 Hundar eru óvanir svo hlýju loftslagi á Íslandi. vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu. Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“ Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“
Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum