Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júlí 2025 20:06 Ásgeir segist fyrst og fremst vilja fá að njóta ævikvöldsins í friði. Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. Framkvæmdirnar hófust í síðustu viku en auk göngustígsins stendur til að setja upp steyptan vegg í eins og hálfs metra hæð við enda göngustígarins. Ásgeir Gunnarsson, eftirlaunaþegi og íbúi sem býr á fyrstu hæð að Árskógum 5-7, mun fá vegginn beint fyrir framan sína íbúð og segist ekki hafa getað sofið vegna áhyggja af framkvæmdunum. „Þeir ætla að drekkja okkur hérna í steinsteypu. Steinsteyptur veggur hérna við hliðina á okkur, mér hérna á hægri hönd. Hann verður líklega í svipaðri hæð og þetta hérna,“ segir Ásgeir. „Síðan þetta gerðist, það er nú komin vika síðan þetta gerðist fyrst, höfum við sofið lítið og við erum lurkum lamin. Þetta reynir á gamalt fólk. Við erum komin hingað til að hvíla okkur í restina á þessu lífi en það er greinilegt að það er ekki tekið tillit til þess.“ Mótmæltu framkvæmdunum um helgina Íbúar mótmæltu framkvæmdunum um helgina og kvarta yfir samráðsleysi af hálfu Reykjavíkurborgar. „Við stoppuðum vinnu hérna. En Reykjavíkurborg vill ekki tala við okkur. Ég skil ekki hvað er á ferðinni hérna, ég segi bara alveg eins og er, að þurfa að eyðileggja heila íbúð. Þeir eyðileggja okkar íbúð og stórskemma þessa því þar eru settir ljósastaurar fyrir framan.“ Hann óttast að íbúð sín og eiginkonu sinnar muni hríðfalla í verði. Hann hafi fengið þær upplýsingar að stígurinn hafi verið á deiluskipulagi frá 2009. Í þarnæsta húsi hafa íbúar átt í erjum við borgaryfirvöld vegna græna gímaldsins svokallaða, gríðarstórrar vöruskemmu sem hefur verð reist við Álfabakka 2 í nokkurra metra fjarlgæð frá fjölbýlishúsi í götunni. „Þegar þetta gímald kom þarna, þið sjáið það þarna. Þegar það kom þá var ekkert vandamál að byggja það yfir endann á þessum stíg. Þá var hann ekkert heilagur. En það er eins og hann sé heilagur núna. Það er einn hérna sem þóttist þekkja þetta, hann sagði, þetta eru tíu til fimmtán milljónir, að minnsta kosti,“ segir Ásgeir. „Ég vil helst fá að vera í friði og helst fá að geta sofið hér í rólegheitum og eins og ég segi, notið síðustu dagana hér á þessu jarðríki, en það er víst alveg útilokað.“ Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Framkvæmdirnar hófust í síðustu viku en auk göngustígsins stendur til að setja upp steyptan vegg í eins og hálfs metra hæð við enda göngustígarins. Ásgeir Gunnarsson, eftirlaunaþegi og íbúi sem býr á fyrstu hæð að Árskógum 5-7, mun fá vegginn beint fyrir framan sína íbúð og segist ekki hafa getað sofið vegna áhyggja af framkvæmdunum. „Þeir ætla að drekkja okkur hérna í steinsteypu. Steinsteyptur veggur hérna við hliðina á okkur, mér hérna á hægri hönd. Hann verður líklega í svipaðri hæð og þetta hérna,“ segir Ásgeir. „Síðan þetta gerðist, það er nú komin vika síðan þetta gerðist fyrst, höfum við sofið lítið og við erum lurkum lamin. Þetta reynir á gamalt fólk. Við erum komin hingað til að hvíla okkur í restina á þessu lífi en það er greinilegt að það er ekki tekið tillit til þess.“ Mótmæltu framkvæmdunum um helgina Íbúar mótmæltu framkvæmdunum um helgina og kvarta yfir samráðsleysi af hálfu Reykjavíkurborgar. „Við stoppuðum vinnu hérna. En Reykjavíkurborg vill ekki tala við okkur. Ég skil ekki hvað er á ferðinni hérna, ég segi bara alveg eins og er, að þurfa að eyðileggja heila íbúð. Þeir eyðileggja okkar íbúð og stórskemma þessa því þar eru settir ljósastaurar fyrir framan.“ Hann óttast að íbúð sín og eiginkonu sinnar muni hríðfalla í verði. Hann hafi fengið þær upplýsingar að stígurinn hafi verið á deiluskipulagi frá 2009. Í þarnæsta húsi hafa íbúar átt í erjum við borgaryfirvöld vegna græna gímaldsins svokallaða, gríðarstórrar vöruskemmu sem hefur verð reist við Álfabakka 2 í nokkurra metra fjarlgæð frá fjölbýlishúsi í götunni. „Þegar þetta gímald kom þarna, þið sjáið það þarna. Þegar það kom þá var ekkert vandamál að byggja það yfir endann á þessum stíg. Þá var hann ekkert heilagur. En það er eins og hann sé heilagur núna. Það er einn hérna sem þóttist þekkja þetta, hann sagði, þetta eru tíu til fimmtán milljónir, að minnsta kosti,“ segir Ásgeir. „Ég vil helst fá að vera í friði og helst fá að geta sofið hér í rólegheitum og eins og ég segi, notið síðustu dagana hér á þessu jarðríki, en það er víst alveg útilokað.“
Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira