Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 17. júlí 2025 09:00 Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun