„Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2025 23:03 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. vísir/friðrik „Þá eru öll sund lokuð. Við verðum þá að una við það. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að ná ekki að framlengja veiðarnar. Þetta eru um 800 bátar sem eru að stunda þær og bara mjög fjölmennur vinnustaður og allt í kring. “ Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við fréttastofu inntur eftir viðbrögðum við því að strandveiðum sé nú formlega lokið. Svo virðist sem öll von sé úti um strandveiðum verið fram haldið á þessu tímabili. Örn segir þó að hann muni leita fundar með innviðaráðherra til að leita lausna. Málið færist á milli ráðuneyta og frumvarp strandaði á þingi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið miðað við núverandi lagaheimild. Núverandi ellefu þúsund tonna kvóti kláraðist í gær og lauk því strandveiðitímabilinu í dag. Strandveiðimenn hafa lýst yfir vonbrigðum að frumvarp Hönnu um bráðabirgðaákvæði sem átti að tryggja 48 daga veiðar í sumar rataði ekki í þinglokasamning heldur dagaði uppi í þinginu fyrir sumarið. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti yfir í innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar, ráðherra Flokk fólksins, en það var gert á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Komi honum gjörsamlega í opna skjöldu Spurður hvernig tilfinningin sé að fá þessar fréttir svarar Örn: „Hún er alveg mjög slæm, afar slæm. Það er búið að vera undirbúa þetta og allir búnir að skipuleggja sig til þess að fá að veiða til loka ágústs. Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna.“ Hann kveðst hafa verið vongóður í upphafi dags um að lausn myndi finnast á þessu. Fyrr í dag sagði hann í samtali við fréttastofu að hann væri vongóður um að ráðherra myndi bæta við fimm þúsund tonnum í strandveiðipottinn. Tíðindi dagsins komi honum í opna skjöldu þó hann haldi enn í vonina. „Ég á nú ekki von á því að það sé búið að fullkemba þetta og við höfum bent þeim á ákveðnar leiðir sem hægt er að fara. Ég er ennþá sannfærður um það að þær veiðiheimildir sem eru í boði sem eru enn í pottinum verða ekki fullnýttar ef að strandveiðarnar koma ekki til með að veiða aðeins meira.“ Hann kveðst reikna með fundi með innviðaráðherra og segir forvitinn að vita hvernig hann muni bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Um mikinn tekjumissi sé að ræða „Miðað við veiðiheimildir í fyrra þá erum við að veiða um þúsund tonnum minna en í fyrra og meðalaflinn á bát er líka aðeins lægri. Á móti hefur fiskverðið lækkað. Þetta er ekki allslæmt ár. En að fá ekki að ljúka árinu er náttúrulega mjög slæmt. Það er ömurlegt fyrir menn að þurfa að sigla í land því að það nóg af þorski enn út á sjó.“ Strandveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35 Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við fréttastofu inntur eftir viðbrögðum við því að strandveiðum sé nú formlega lokið. Svo virðist sem öll von sé úti um strandveiðum verið fram haldið á þessu tímabili. Örn segir þó að hann muni leita fundar með innviðaráðherra til að leita lausna. Málið færist á milli ráðuneyta og frumvarp strandaði á þingi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið miðað við núverandi lagaheimild. Núverandi ellefu þúsund tonna kvóti kláraðist í gær og lauk því strandveiðitímabilinu í dag. Strandveiðimenn hafa lýst yfir vonbrigðum að frumvarp Hönnu um bráðabirgðaákvæði sem átti að tryggja 48 daga veiðar í sumar rataði ekki í þinglokasamning heldur dagaði uppi í þinginu fyrir sumarið. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti yfir í innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar, ráðherra Flokk fólksins, en það var gert á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Komi honum gjörsamlega í opna skjöldu Spurður hvernig tilfinningin sé að fá þessar fréttir svarar Örn: „Hún er alveg mjög slæm, afar slæm. Það er búið að vera undirbúa þetta og allir búnir að skipuleggja sig til þess að fá að veiða til loka ágústs. Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna.“ Hann kveðst hafa verið vongóður í upphafi dags um að lausn myndi finnast á þessu. Fyrr í dag sagði hann í samtali við fréttastofu að hann væri vongóður um að ráðherra myndi bæta við fimm þúsund tonnum í strandveiðipottinn. Tíðindi dagsins komi honum í opna skjöldu þó hann haldi enn í vonina. „Ég á nú ekki von á því að það sé búið að fullkemba þetta og við höfum bent þeim á ákveðnar leiðir sem hægt er að fara. Ég er ennþá sannfærður um það að þær veiðiheimildir sem eru í boði sem eru enn í pottinum verða ekki fullnýttar ef að strandveiðarnar koma ekki til með að veiða aðeins meira.“ Hann kveðst reikna með fundi með innviðaráðherra og segir forvitinn að vita hvernig hann muni bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Um mikinn tekjumissi sé að ræða „Miðað við veiðiheimildir í fyrra þá erum við að veiða um þúsund tonnum minna en í fyrra og meðalaflinn á bát er líka aðeins lægri. Á móti hefur fiskverðið lækkað. Þetta er ekki allslæmt ár. En að fá ekki að ljúka árinu er náttúrulega mjög slæmt. Það er ömurlegt fyrir menn að þurfa að sigla í land því að það nóg af þorski enn út á sjó.“
Strandveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35 Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35
Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?