„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:24 Oliver Sigurjónsson í baráttunni fyrr á tímabilinu. Vísir/Pawel Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. „Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira