Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 11:57 Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur orðið viðvart víða um land. Kjöraðstæður eru fyrir gosmóðu og því varar Veðurstofan við útiveru í lengri tíma og áreynslu utandyra þar sem gasmengun mælist. Í stöðuuppfærslu Veðurstofunnar á eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina segir að virkni þess hafi dregist saman síðasta sólarhring. Meginvirkni sé nú á miðbiki sprungunnar og lítil sem engin skjálftavirkni hafi mælst á kvikuganginum. Þá hafi dregið úr óróa í kringum gosstöðvarnar. Þar sem ekki hefur komið upp aska í þessu gosi og hafi gosið ekki haft áhrif á flugumferð til eða frá landinu. Heilsuhraust fólk finni jafnvel fyrir menguninni Gasmengun frá eldgosinu hafi nú borist víða um land og sjáist greinilega yfir hafinu norðan og vestan lands. „Gosmóða (blámóða) hefur myndast í talsverðu magni við kjöraðstæður sem nú ríkja – hægur vindur, raki og sólskin – og hefur hennar orðið vart víða um land. Einkum hefur blámóða verið áberandi á Norður- og Vesturlandi, þar sem bæði mælingar og sjónræn merki styðja viðveru hennar,“ segir í færslunni. Veðurstofan ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, börnum og eldra fólki að forðast útivist í lengri tíma og minnka áreynslu utandyra á meðan mengun varir. Heilsuhraust fólk geti einnig orðið vart við óþægindi. Mælt sé með að loka gluggum og draga úr loftræstingu innandyra þar sem við á, og lofta út þegar mengun minnkar. Gosmóða liggi víða yfir landinu, sérstaklega á norðan- og vestanverðu landinu. Veðurspá geri ráð fyrir hægum vindi næstu daga, með breytilegri átt og skúrum víða um land. Slík veðurskilyrði séu til þess fallin að gosmóða verði áfram staðbundin á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ráðleggur fólki að fylgjast með gasmengunarspá Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar, Loftgæði.is. Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í stöðuuppfærslu Veðurstofunnar á eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina segir að virkni þess hafi dregist saman síðasta sólarhring. Meginvirkni sé nú á miðbiki sprungunnar og lítil sem engin skjálftavirkni hafi mælst á kvikuganginum. Þá hafi dregið úr óróa í kringum gosstöðvarnar. Þar sem ekki hefur komið upp aska í þessu gosi og hafi gosið ekki haft áhrif á flugumferð til eða frá landinu. Heilsuhraust fólk finni jafnvel fyrir menguninni Gasmengun frá eldgosinu hafi nú borist víða um land og sjáist greinilega yfir hafinu norðan og vestan lands. „Gosmóða (blámóða) hefur myndast í talsverðu magni við kjöraðstæður sem nú ríkja – hægur vindur, raki og sólskin – og hefur hennar orðið vart víða um land. Einkum hefur blámóða verið áberandi á Norður- og Vesturlandi, þar sem bæði mælingar og sjónræn merki styðja viðveru hennar,“ segir í færslunni. Veðurstofan ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, börnum og eldra fólki að forðast útivist í lengri tíma og minnka áreynslu utandyra á meðan mengun varir. Heilsuhraust fólk geti einnig orðið vart við óþægindi. Mælt sé með að loka gluggum og draga úr loftræstingu innandyra þar sem við á, og lofta út þegar mengun minnkar. Gosmóða liggi víða yfir landinu, sérstaklega á norðan- og vestanverðu landinu. Veðurspá geri ráð fyrir hægum vindi næstu daga, með breytilegri átt og skúrum víða um land. Slík veðurskilyrði séu til þess fallin að gosmóða verði áfram staðbundin á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ráðleggur fólki að fylgjast með gasmengunarspá Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar, Loftgæði.is.
Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira