Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 22:16 Ísraelsmenn segja hættu á því að standi heimilin enn geti Hamasliðar notfært sér þau undir hryðjuverkastarfsemi seinna meir. AP Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska ríkisútvarpsins sem birtist í gær og varpar ljósi á skipulagt niðurrif Ísraelsmanna á heilu samfélögunum á Gasasvæðinu. Samhliða þessu hafa ísraelskir ráðamenn lýst fyrirætlunum sínum um að reisa svokallaða mannúðarborg á rústum Rafah-borgar. Til stendur að koma um 600 þúsund Palestínumönnum þar fyrir undir ströngu eftirliti og yfirráðum Ísraela. Þetta hefur víða verið fordæmt og innan sem utan Ísraels og „mannúðarborginni“ líkt við gettó nasista. Í umfjöllun ríkisútvarpsins breska eru tekin fyrir fjörutíu staðfest dæmi um skipulagt niðurrif á íbúðahúsnæði og innviðum þvert á Gasaströndinni en aðallega í Rafah-borg og Khan Younis. Blokkir, ráðhús og skólahús jöfnuð við jörðu af skipulögðum sprengingum. Heilu samfélögin jöfnuð við jörðu Tekið er dæmi Tel al-Sultan sem er, eða var, þéttbýlt hverfi Rafah-borgar. Í hverfinu var jafnframt eina mæðradeild sjúkrahúss í borginni. Líkt og meðfylgjandi gervihnattarmyndir sýna var eyðileggingin þar umfangsmikil í mars síðastliðnum. Seinni myndin var tekin í síðustu viku og þar sést að örfá hús standa enn. Í umfjölluninni er myndband einnig birt sem sýnir gröfumenn standa í ströngu við að rífa niður íbúðablokk. Gervihnattarmyndir varpa einnig ljósi á skipulagða eyðileggingu heilla bæja sem höfðu til þessa ekki orðið fyrir miklu tjóni af völdum loftárása eða átaka á jörðu niðri. Mæðradeildin er ein fárra bygginga sem enn standa.BBC Til dæmis í bænum Khuzaa skammt frá landamærum Palestínu og Ísraels. Ísraelsmenn hafa gefið út að þeir hafi þar rifið niður hátt í 1200 byggingar. Allar segja þeir þær vera „hryðjuverkainnviði.“ Sömu sögu er að segja af fleiri tugþúsundmannabyggðum víða á Gasasvæðinu. Myndbönd sem blaðamenn breska ríkisútvarpsins segjast hafa staðfest að séu tekin á Gasasvæðinu sýna niðurrif heilla þyrpinga af íbúðablokkum fleiri kílómetrum frá landamærunum. Eyðileggingin er skipulögð og nær óímyndunarleg.BBC Þegar þeir báru myndefnið undir forsvarsmenn ísraelska hersins barst þeim eftirfarandi svar: „Eins og hefur víða verið staðfest, fela Hamasliðar og önnur hryðjuverkasamtök hernaðarbúnað sinn á þéttbýlum svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Ísraelski herinn ber kennsl á hryðjuverkainnviði og eyðir þeim sem eru meðal annars staðsettir inni í byggingum á þessum svæðum.“ Bersýnilega brot á alþjóðalögum Samkvæmt sérfræðingum í alþjóðalögum sem breska ríkisútvarpið ræddi við við gerð umfjöllunarinnar brýtur framferði Ísraela bersýnilega í bága við Genfarsáttmálann sem kveður meðal annars á um skyldur hernámsaðila. Í umfjölluninni kemur jafnframt fram að á ísraelskum hópum á Facebook hafi á undanförnum mánuðum birst fleiri færslur þar sem auglýst er eftir verktökum til að taka á sig niðurrifsverkefni á Gasasvæðinu. Boðin eru góð laun og að jafnvel húsakostur. Einn verktaki sem fréttamenn breska ríkisútvarpsins ræddi við svaraði: „Farið til fjandans, þið og Gasa.“ Palestínumaður syrgir ungan son sinn sem ísraelski herinn drap í loftárás. Myndin var tekin 13. júlí í Gasaborg.AP Samkvæmt umfjöllun ísraelskra miðla átti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fund með þingmönnum ríkisstjórnarinnar þar sem hann sagði þeim meðal annars að til stæði að eyðileggja fleiri og fleiri heimili Palestínumanna til að þeir „ættu ekki í nein hús að venda.“ Síðan Ísraelar gerðu innrás sína á Gasasvæðið hafa þeir drepið hátt í sextíu þúsund manns þar af um sautján þúsund börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael um að safna íbúum Gasa saman í búðum á rústum Rafah-borgar hafa vakið deilur, bæði við samningaborðið og milli stjórnvalda og Ísraelshers. 15. júlí 2025 09:04 Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 13:26 Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 07:48 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska ríkisútvarpsins sem birtist í gær og varpar ljósi á skipulagt niðurrif Ísraelsmanna á heilu samfélögunum á Gasasvæðinu. Samhliða þessu hafa ísraelskir ráðamenn lýst fyrirætlunum sínum um að reisa svokallaða mannúðarborg á rústum Rafah-borgar. Til stendur að koma um 600 þúsund Palestínumönnum þar fyrir undir ströngu eftirliti og yfirráðum Ísraela. Þetta hefur víða verið fordæmt og innan sem utan Ísraels og „mannúðarborginni“ líkt við gettó nasista. Í umfjöllun ríkisútvarpsins breska eru tekin fyrir fjörutíu staðfest dæmi um skipulagt niðurrif á íbúðahúsnæði og innviðum þvert á Gasaströndinni en aðallega í Rafah-borg og Khan Younis. Blokkir, ráðhús og skólahús jöfnuð við jörðu af skipulögðum sprengingum. Heilu samfélögin jöfnuð við jörðu Tekið er dæmi Tel al-Sultan sem er, eða var, þéttbýlt hverfi Rafah-borgar. Í hverfinu var jafnframt eina mæðradeild sjúkrahúss í borginni. Líkt og meðfylgjandi gervihnattarmyndir sýna var eyðileggingin þar umfangsmikil í mars síðastliðnum. Seinni myndin var tekin í síðustu viku og þar sést að örfá hús standa enn. Í umfjölluninni er myndband einnig birt sem sýnir gröfumenn standa í ströngu við að rífa niður íbúðablokk. Gervihnattarmyndir varpa einnig ljósi á skipulagða eyðileggingu heilla bæja sem höfðu til þessa ekki orðið fyrir miklu tjóni af völdum loftárása eða átaka á jörðu niðri. Mæðradeildin er ein fárra bygginga sem enn standa.BBC Til dæmis í bænum Khuzaa skammt frá landamærum Palestínu og Ísraels. Ísraelsmenn hafa gefið út að þeir hafi þar rifið niður hátt í 1200 byggingar. Allar segja þeir þær vera „hryðjuverkainnviði.“ Sömu sögu er að segja af fleiri tugþúsundmannabyggðum víða á Gasasvæðinu. Myndbönd sem blaðamenn breska ríkisútvarpsins segjast hafa staðfest að séu tekin á Gasasvæðinu sýna niðurrif heilla þyrpinga af íbúðablokkum fleiri kílómetrum frá landamærunum. Eyðileggingin er skipulögð og nær óímyndunarleg.BBC Þegar þeir báru myndefnið undir forsvarsmenn ísraelska hersins barst þeim eftirfarandi svar: „Eins og hefur víða verið staðfest, fela Hamasliðar og önnur hryðjuverkasamtök hernaðarbúnað sinn á þéttbýlum svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Ísraelski herinn ber kennsl á hryðjuverkainnviði og eyðir þeim sem eru meðal annars staðsettir inni í byggingum á þessum svæðum.“ Bersýnilega brot á alþjóðalögum Samkvæmt sérfræðingum í alþjóðalögum sem breska ríkisútvarpið ræddi við við gerð umfjöllunarinnar brýtur framferði Ísraela bersýnilega í bága við Genfarsáttmálann sem kveður meðal annars á um skyldur hernámsaðila. Í umfjölluninni kemur jafnframt fram að á ísraelskum hópum á Facebook hafi á undanförnum mánuðum birst fleiri færslur þar sem auglýst er eftir verktökum til að taka á sig niðurrifsverkefni á Gasasvæðinu. Boðin eru góð laun og að jafnvel húsakostur. Einn verktaki sem fréttamenn breska ríkisútvarpsins ræddi við svaraði: „Farið til fjandans, þið og Gasa.“ Palestínumaður syrgir ungan son sinn sem ísraelski herinn drap í loftárás. Myndin var tekin 13. júlí í Gasaborg.AP Samkvæmt umfjöllun ísraelskra miðla átti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fund með þingmönnum ríkisstjórnarinnar þar sem hann sagði þeim meðal annars að til stæði að eyðileggja fleiri og fleiri heimili Palestínumanna til að þeir „ættu ekki í nein hús að venda.“ Síðan Ísraelar gerðu innrás sína á Gasasvæðið hafa þeir drepið hátt í sextíu þúsund manns þar af um sautján þúsund börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael um að safna íbúum Gasa saman í búðum á rústum Rafah-borgar hafa vakið deilur, bæði við samningaborðið og milli stjórnvalda og Ísraelshers. 15. júlí 2025 09:04 Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 13:26 Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 07:48 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael um að safna íbúum Gasa saman í búðum á rústum Rafah-borgar hafa vakið deilur, bæði við samningaborðið og milli stjórnvalda og Ísraelshers. 15. júlí 2025 09:04
Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 13:26
Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 07:48