Móðan gæti orðið langvinn Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 08:04 Svona er útsýni blaðamanns af Suðurlandsbraut í dag. Horft yfir Laugardalsvöll og Þróttarheimilið. Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira