Innlent

Tekist á um brostin lof­orð ríkis­stjórnarinnar

Agnar Már Másson skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga. Vísir/Magnús

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira.

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ræðir þinglokin þar sem mikið mæddi á henni, ákvörðun um að ljúka viðræðum um veiðigjaldafrumvarp og stöðu sína sem forseti þingsins, nú þegar minnihlutinn hefur lýst yfir tortryggni í hennar garð og jafnvel vantrausti.

Agnar Tómas Möller, sérfræðingur á fjármálamarkaði, ræðir efnahagsmál og bendir á þá staðreynd að bæði langtíma- og skammtímavextir á skuldabréfamarkaði bendi til þess að hvorki verðbólga né almennir vextir muni lækka á næstunni. Hann gagnrýnir ómarkvissa fjármögnun ríkissjóðs sem hann segir vinna gegn lækkun vaxta og verðbólgu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýnir ríkisstjórnina vegna heimsóknar Ulriku Von Leyen nýverið og boðar harða andstöðu við hvers kyns áform um frekari nálgun við ESB.

Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar Alþingis og Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda rökræða þá stöðu sem upp er komin í strandveiðum. Lofað hafði verið veiðidögum í júlí og ágúst en ljóst er að það loforð verður ekki efnt og að veiðunum er lokið. Þetta eru mikil vonbrigði, segja smábátasjómenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×