Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2025 13:02 Pablo Punyed er snúinn aftur á völlinn. Vísir/Lýður Pablo Punyed er kominn aftur á fullt eftir nærri árs fjarveru frá fótboltavellinum vegna krossbandaslita. Pablo meiddist í ágúst í fyrra en hefur komið lítillega við sögu hjá Víkingum undanfarið. Hann segir skrokkinn kláran í að spila meira. Pablo kom inn á sem varamaður gegn Malisheva ytra fyrir tíu dögum síðan á 88. mínútu og fékk þá að spila fótboltaleik í fyrsta sinn síðan hann meiddist í leik Víkings við xxx í ágúst í fyrra. Í síðari leiknum við Malisheva spilaði hann þá heilan hálfleik. Víkingur leiddi 5-0 í hálfleik í Víkinni á fimmtudaginn var og nýtti tækifærið til að gefa mönnum hvíld. Þreföld skipting var gerð í hléi og Pablo leit vel út í síðari hálfleiknum. Hann lagði til að mynda upp áttunda mark Víkings í leiknum fyrir Svein Gísla Þorkelsson. Klippa: Klár í að spila meira „Já, kannski. Ég sagði við Sölva að það væri kannski erfitt fyrir mig að klára 90 mínútur í fyrsta leiknum til baka“ segir Pablo og hlær. Hann segist tilbúinn að spila meira en sem varamaður undir lok leikja. „Ég er tilbúinn. Mér líður rosalega vel og fótboltaformið kemur bara með því að spila fótbolta. Ég er bara rosalega spenntur fyrir þessum seinni helmingi.“ Lykillinn að stöðva Pedersen Einn stærsti leikur sumarsins til þessa fer fram í kvöld. Víkingur tekur á móti Val í Víkinni en vinni gestirnir verða Víkingur, Breiðablik og Valur öll jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Verkefnið leggst vel í Pablo. „Það er alltaf gaman að mæta Val. Túfa er að vinna gott verk með þetta lið. Þeir eru á góðri siglingu, en við líka. Þetta verður hörkuleikur,“ „Við þurfum að halda góðum strúktúr og megum ekki gefa Patrick Pedersen neinn séns. Vera þéttir til baka og ná stjórninni á miðjunni. Þetta verður jafn leikur og hörkuleikur,“ segir Pablo. Nánar verður rætt við Pablo í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 í Víkinni. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Sýn Sport. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Pablo kom inn á sem varamaður gegn Malisheva ytra fyrir tíu dögum síðan á 88. mínútu og fékk þá að spila fótboltaleik í fyrsta sinn síðan hann meiddist í leik Víkings við xxx í ágúst í fyrra. Í síðari leiknum við Malisheva spilaði hann þá heilan hálfleik. Víkingur leiddi 5-0 í hálfleik í Víkinni á fimmtudaginn var og nýtti tækifærið til að gefa mönnum hvíld. Þreföld skipting var gerð í hléi og Pablo leit vel út í síðari hálfleiknum. Hann lagði til að mynda upp áttunda mark Víkings í leiknum fyrir Svein Gísla Þorkelsson. Klippa: Klár í að spila meira „Já, kannski. Ég sagði við Sölva að það væri kannski erfitt fyrir mig að klára 90 mínútur í fyrsta leiknum til baka“ segir Pablo og hlær. Hann segist tilbúinn að spila meira en sem varamaður undir lok leikja. „Ég er tilbúinn. Mér líður rosalega vel og fótboltaformið kemur bara með því að spila fótbolta. Ég er bara rosalega spenntur fyrir þessum seinni helmingi.“ Lykillinn að stöðva Pedersen Einn stærsti leikur sumarsins til þessa fer fram í kvöld. Víkingur tekur á móti Val í Víkinni en vinni gestirnir verða Víkingur, Breiðablik og Valur öll jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Verkefnið leggst vel í Pablo. „Það er alltaf gaman að mæta Val. Túfa er að vinna gott verk með þetta lið. Þeir eru á góðri siglingu, en við líka. Þetta verður hörkuleikur,“ „Við þurfum að halda góðum strúktúr og megum ekki gefa Patrick Pedersen neinn séns. Vera þéttir til baka og ná stjórninni á miðjunni. Þetta verður jafn leikur og hörkuleikur,“ segir Pablo. Nánar verður rætt við Pablo í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 í Víkinni. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Sýn Sport.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira