Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:37 Í ferðinni fór vinahópurinn meðal annars á tónleika K-Pop hljómsveitarinnar Stray Kids. Aðsend Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“ Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“
Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira