Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar 21. júlí 2025 12:32 Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið. Ákæruvaldið gegn ríkisstjórninni Helstu sakargiftir sem bera má á ríkisstjórnina eru tvenns konar. Í fyrsta lagi hefði hún átt að standa öðruvísi að málum og þá hefði strandveiðifrumvarpið náð í gegn. Eflaust er það rétt, en það kallast að vera vitur eftirá, sér í lagi þegar engan hefði órað fyrir fjandanum se stjórnarandstaðan ætlaði að sleppa lausum. Miðað við þá tímalínu sem lagt var upp með hefði frumvarpið, undir venjulegum kringumstæðum, verið afgreitt á góðum tíma og við hefðum farið á sjó í morgun. En á Alþingi voru engar venjulegar kringumstæður. Þar ríkti „heilög skylda“ til að kæfa öll mál með málþófi. Til að bæta gráu ofan á svart var stjórnarandstöðunni boðið að ljúka þessu á mánudaginn var og samþykkja frumvarpið fyrir þinglok. Þáðu þau það boð, þingmennirnir sem höfðu svo ógurlega miklar áhyggjur af okkur trillukörlunum? Ekki aldeilis. Í öðru lagi voru loforð gefin sem ekki var hægt að standa við. Sú ásökun vegur þyngra og ég vona að ríkisstjórnarflokkarnir læri einhverja lexíu af því. Það breytir því ekki að ásetningur ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega Flokk fólksins, var góður. Þetta má því skrifast á klaufaskap og reynsluleysi sem er slæmt í pólitík en engin dauðasynd. Ákæruvaldið gegn minnihlutanum Sakargiftir á hendur stjórnarandstöðunni eru þeim mun alvarlegri. Förum aðeins yfir sönnunargögnin, og byrjum á orðræðu minnihlutaþingmanna í garð strandveiðisjómanna. Greinilegt var að þessir þingmenn voru búnir að trekkja málþófsvélina í gang því þeir kepptust við að vera sammála bullinu í síðasta ræðumanni. Miðflokkurinn hélt því fram að strandveiðisjómenn borgi enga skatta og engin gjöld, og undir það tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Framsókn reiknaðist til að potturinn þyrfti að rúmlega þrefaldast upp í 31.500 tonn, jafnvel þegar liðið var vel á sumar og þessi tala orðin stærðfræðilega ómöguleg, og undir þetta tóku Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkur fabúleraði um að við öryrkjarnir í sjávarútvegi værum mikil ógn við byggðafestu, og undir þetta tóku Miðflokkur og Framsókn. Að lokum var búið að fara hring eftir hring með rógburð og lygar í yfir 20 klukkutíma án þess að minnihlutinn sýndi á sér nokkuð fararsnið. Þegar Strandveiðifélag Íslands mætti á þingpallana til að fylgjast með umræðum um þinglok steig hver minnihlutaþingmaðurinn af fætur öðrum í pontu og vorkenndi okkur greyjin smælingjunum fyrir að fá ekki okkar í gegn. Fólkið sem kallar vel launuð og eftirsóknarverð störf á landsbyggðinni efnahagslega sóun; sem snúa vistvænustu fiskveiðum sem völ er á í andhverfu sína og kallar þær ósjálfbærar; sem segja að eini hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins þar sem sjómenn ráða sér sjálfir sé ekkert annað en hobbý fyrir tannlækna í Garðabæ og öryrkja hafsins – þetta fólk ætlast nú til þess að við trúum þeim þegar þau setja upp hvolpaaugu og ljúga því að okkur að það beri hag okkar fyrir brjósti. Hjá minnihlutanum var brotaviljinn jafn einbeittur og hann var útreiknaður. Hann tapaði baráttunni um veiðigjöldin en náði að stöðva 48 dagana í sárabætur. Þess ber að geta að frumvarpið okkar var ekki eina mannfallið í heilögu stríði minnihlutans. Engin frumvörp lifðu þinglokasamninginn af nema einhverjar skylduæfingar. Ákæruvaldið gegn SFS Að lokum má skoða þátt sægreifanna í þessu sorglega máli. Nú eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum, en það sem við vitum er að stjórnsýslukæra liggur fyrir hjá Umboðsmanni Alþingis. Kæran snýr að þeim 2000 tonnum sem bætt var í strandveiðipottinn seinasta sumar. Á grundvelli jafnræðisreglunnar vilja kvótaþegar meina að þeir hefðu átt að fá 38.000 tonn á móti. Ef veiðigjaldafrumvarpið hefur kennt okkur eitthvað þá er það að SFS hefur djúpa vasa og sparar engu til til að ná fram sínum markmiðum. Gaman væri að sjá lögfræðingareikninginn fyrir þessari kæru. Eftir stendur að SFS er með doktorsgráðu í að hræða líftóruna úr ráðherrum. Vandamálið er að það liggur fyrir álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið brjóti gegn jafnræðisreglunni sem og rétti Íslendinga til atvinnufrelsis og búsetufrelsis. Stjórnkerfið er fast í einhverju lögfræðilegu boxi sem er í mótsögn við sjálft sig Hvers vegna fær þá stórútgerðin alltaf að njóta vafans? Líklega vegna þess að hún getur dælt peningum í lögfræðinga, eitthvað sem við trillukarlar og konur höfum ekki aðgang að. Dómsúrskurður Hver er þá hinn seki? Dæmi hver fyrir sig, en kjörtímabilið er rétt að byrja. Fyrir mitt leiti ætla ég að geyma dóminn fram á vor. Vinnan sem hefst í haust á stóra frumvarpinu okkar, og lendingin á því, mun leiða sannleikann í ljós. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið. Ákæruvaldið gegn ríkisstjórninni Helstu sakargiftir sem bera má á ríkisstjórnina eru tvenns konar. Í fyrsta lagi hefði hún átt að standa öðruvísi að málum og þá hefði strandveiðifrumvarpið náð í gegn. Eflaust er það rétt, en það kallast að vera vitur eftirá, sér í lagi þegar engan hefði órað fyrir fjandanum se stjórnarandstaðan ætlaði að sleppa lausum. Miðað við þá tímalínu sem lagt var upp með hefði frumvarpið, undir venjulegum kringumstæðum, verið afgreitt á góðum tíma og við hefðum farið á sjó í morgun. En á Alþingi voru engar venjulegar kringumstæður. Þar ríkti „heilög skylda“ til að kæfa öll mál með málþófi. Til að bæta gráu ofan á svart var stjórnarandstöðunni boðið að ljúka þessu á mánudaginn var og samþykkja frumvarpið fyrir þinglok. Þáðu þau það boð, þingmennirnir sem höfðu svo ógurlega miklar áhyggjur af okkur trillukörlunum? Ekki aldeilis. Í öðru lagi voru loforð gefin sem ekki var hægt að standa við. Sú ásökun vegur þyngra og ég vona að ríkisstjórnarflokkarnir læri einhverja lexíu af því. Það breytir því ekki að ásetningur ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega Flokk fólksins, var góður. Þetta má því skrifast á klaufaskap og reynsluleysi sem er slæmt í pólitík en engin dauðasynd. Ákæruvaldið gegn minnihlutanum Sakargiftir á hendur stjórnarandstöðunni eru þeim mun alvarlegri. Förum aðeins yfir sönnunargögnin, og byrjum á orðræðu minnihlutaþingmanna í garð strandveiðisjómanna. Greinilegt var að þessir þingmenn voru búnir að trekkja málþófsvélina í gang því þeir kepptust við að vera sammála bullinu í síðasta ræðumanni. Miðflokkurinn hélt því fram að strandveiðisjómenn borgi enga skatta og engin gjöld, og undir það tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Framsókn reiknaðist til að potturinn þyrfti að rúmlega þrefaldast upp í 31.500 tonn, jafnvel þegar liðið var vel á sumar og þessi tala orðin stærðfræðilega ómöguleg, og undir þetta tóku Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkur fabúleraði um að við öryrkjarnir í sjávarútvegi værum mikil ógn við byggðafestu, og undir þetta tóku Miðflokkur og Framsókn. Að lokum var búið að fara hring eftir hring með rógburð og lygar í yfir 20 klukkutíma án þess að minnihlutinn sýndi á sér nokkuð fararsnið. Þegar Strandveiðifélag Íslands mætti á þingpallana til að fylgjast með umræðum um þinglok steig hver minnihlutaþingmaðurinn af fætur öðrum í pontu og vorkenndi okkur greyjin smælingjunum fyrir að fá ekki okkar í gegn. Fólkið sem kallar vel launuð og eftirsóknarverð störf á landsbyggðinni efnahagslega sóun; sem snúa vistvænustu fiskveiðum sem völ er á í andhverfu sína og kallar þær ósjálfbærar; sem segja að eini hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins þar sem sjómenn ráða sér sjálfir sé ekkert annað en hobbý fyrir tannlækna í Garðabæ og öryrkja hafsins – þetta fólk ætlast nú til þess að við trúum þeim þegar þau setja upp hvolpaaugu og ljúga því að okkur að það beri hag okkar fyrir brjósti. Hjá minnihlutanum var brotaviljinn jafn einbeittur og hann var útreiknaður. Hann tapaði baráttunni um veiðigjöldin en náði að stöðva 48 dagana í sárabætur. Þess ber að geta að frumvarpið okkar var ekki eina mannfallið í heilögu stríði minnihlutans. Engin frumvörp lifðu þinglokasamninginn af nema einhverjar skylduæfingar. Ákæruvaldið gegn SFS Að lokum má skoða þátt sægreifanna í þessu sorglega máli. Nú eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum, en það sem við vitum er að stjórnsýslukæra liggur fyrir hjá Umboðsmanni Alþingis. Kæran snýr að þeim 2000 tonnum sem bætt var í strandveiðipottinn seinasta sumar. Á grundvelli jafnræðisreglunnar vilja kvótaþegar meina að þeir hefðu átt að fá 38.000 tonn á móti. Ef veiðigjaldafrumvarpið hefur kennt okkur eitthvað þá er það að SFS hefur djúpa vasa og sparar engu til til að ná fram sínum markmiðum. Gaman væri að sjá lögfræðingareikninginn fyrir þessari kæru. Eftir stendur að SFS er með doktorsgráðu í að hræða líftóruna úr ráðherrum. Vandamálið er að það liggur fyrir álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið brjóti gegn jafnræðisreglunni sem og rétti Íslendinga til atvinnufrelsis og búsetufrelsis. Stjórnkerfið er fast í einhverju lögfræðilegu boxi sem er í mótsögn við sjálft sig Hvers vegna fær þá stórútgerðin alltaf að njóta vafans? Líklega vegna þess að hún getur dælt peningum í lögfræðinga, eitthvað sem við trillukarlar og konur höfum ekki aðgang að. Dómsúrskurður Hver er þá hinn seki? Dæmi hver fyrir sig, en kjörtímabilið er rétt að byrja. Fyrir mitt leiti ætla ég að geyma dóminn fram á vor. Vinnan sem hefst í haust á stóra frumvarpinu okkar, og lendingin á því, mun leiða sannleikann í ljós. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun