Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2025 15:15 Þorsteinn hefur stýrt landsliðinu frá árinu 2021. EPA/Alessandro Della VAalle Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót. Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót.
Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48
„Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32