Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júlí 2025 10:08 Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir segir ungt fólk það sem drífi áfram einmanaleika á Íslandi. Vísir/Bjarni Einmanaleiki er vaxandi vandamál á Íslandi. Ungar konur upplifa sig í auknum mæli félagslega einangraðar og margar velta því fyrir sér hvernig þær geti eignast vini. Sérfræðingur segir aukinni einstaklingshyggju um að kenna. Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“ Geðheilbrigði Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira
Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“
Geðheilbrigði Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira