„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 13:35 Eyþór Árnason varð fyrir skvettunni af höndum Naji Asar. Guðmundur Bergkvist/Einar Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt. „Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“ Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“
Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30
Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57
Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12