Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2025 08:01 Ísland - Úkraína. Landsleikur karla sumar 2022 körfubolti KKÍ Kristófer Acox vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi um helgina tjáði Pedersen Kristóferi það á fundi í febrúar að hann ætti enga framtíð með landsliðinu meðan Pedersen stýrði liðinu. Sagan af þeim fundi er rakin hér. Kristófer segist ekki hafa leitast eftir samskiptum við Pedersen eða KKÍ síðan, og sömuleiðis ekki heyrt frá neinum þar á bæ. Liðsfélagar og vinir hans í landsliðshópnum hafi aftur á móti verið í sambandi við Kristófer og spurt hvort hann hafi ekki viljað láta reyna aftur á þetta. Liðsfélagarnir hafi verið reiðubúnir að ræða við Pedersen í von um að honum myndi snúast hugur. Kristófer segir sambandið hreinlega brostið milli hans og landsliðsþjálfarans. „Það var þannig séð ekki ástæða fyrir mig að heyra í honum aftur. Ég var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn að gefa mér tækifæri. Ég hef talað við leikmenn í liðinu sem hafa spurt hvort ætti ekki að reyna á þetta aftur og hvort þeir myndu þá geta tekið fund með Craig og reynt að láta hann gefa eftir. Það var fyrir nokkrum vikum en mér fannst það orðið of seint,“ „Ég hef ekki heyrt frá honum eða KKÍ í nokkra mánuði. Mér fannst smá vanvirðing hvernig var komið fram við mig. Ég var ekki að fara í annað sinn að reyna að rétta fram sáttarhönd og fá aftur kalt nei í framan. Þetta sveið í nokkra daga eftir fundinn en lífið heldur áfram,“ segir Kristófer. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum sem fylgir fréttinni og sömuleiðis á síðunni Besta sætið á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá á Vísi um helgina tjáði Pedersen Kristóferi það á fundi í febrúar að hann ætti enga framtíð með landsliðinu meðan Pedersen stýrði liðinu. Sagan af þeim fundi er rakin hér. Kristófer segist ekki hafa leitast eftir samskiptum við Pedersen eða KKÍ síðan, og sömuleiðis ekki heyrt frá neinum þar á bæ. Liðsfélagar og vinir hans í landsliðshópnum hafi aftur á móti verið í sambandi við Kristófer og spurt hvort hann hafi ekki viljað láta reyna aftur á þetta. Liðsfélagarnir hafi verið reiðubúnir að ræða við Pedersen í von um að honum myndi snúast hugur. Kristófer segir sambandið hreinlega brostið milli hans og landsliðsþjálfarans. „Það var þannig séð ekki ástæða fyrir mig að heyra í honum aftur. Ég var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn að gefa mér tækifæri. Ég hef talað við leikmenn í liðinu sem hafa spurt hvort ætti ekki að reyna á þetta aftur og hvort þeir myndu þá geta tekið fund með Craig og reynt að láta hann gefa eftir. Það var fyrir nokkrum vikum en mér fannst það orðið of seint,“ „Ég hef ekki heyrt frá honum eða KKÍ í nokkra mánuði. Mér fannst smá vanvirðing hvernig var komið fram við mig. Ég var ekki að fara í annað sinn að reyna að rétta fram sáttarhönd og fá aftur kalt nei í framan. Þetta sveið í nokkra daga eftir fundinn en lífið heldur áfram,“ segir Kristófer. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum sem fylgir fréttinni og sömuleiðis á síðunni Besta sætið á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira